Hvað er eiginlega málið, hvert er stefnir Visual Studio.

Núna rétt í þessu ætlaði ég í mestu makindum að fara að vinna áfram í litla OpenGL draslinu sem ég var að fikta í. Ég opna Visual Studio smelli á compile til að gá hvort allt sé ekki örugglega villulaust og ætla að hefjast handa. En nei, fæ ég ekki einhvern skemmtilegan error um að hún geti/kunni ekki að kompila main.cpp (man ekki nákvæmlega hvernig þetta var á útlensku). Ég prófa aftur, vista svolítið, prófa en meira og tek svo upp á því að restarta Visual Studio. Því hefði ég betur sleppt því nú er main.cpp bara endanlega horfin (hún var þarna áðan) og forritið finnur hana ekki.
Skráin og þar af leiðandi nánast allur kóðinn er barasta horfinn og er það auðvitað umtalsverður missir þó þetta hafi ekki verið langt komið.

Tilgangurinn með þessu tuði var samt þríþættur. Fyrsta lagi að fá útrás fyrir reiði minni og vona að Bill Gates lesi þetta og leiðrétti þennan Bug.
Í öðru lagi að vara aðra hugara við að ef þeir lenda í þessu er best að taka copy/paste af skránni yfir í aðra skrá og fara að öllu með gát.
Og svo í þriðja lagi að spyrja hvort einhverjum detti í hug hvaða skandal ég hafi gert og hvort einhver af þessum kóða sé geymt í öllum þeim skrám sem Visual Studio býr til í kringum sín project?

Bessi