Það virðist sem Microsoft hafi tekið þann pól í hæðina að í framtíðinni muni menn hætta að nota C++ til að forrita fyrir Windows umhverfið. Í stað þess hafa þeir sett fram nýtt forritunarmál sem þeir kalla C# ( #=Sharp ). Ástæðan fyrir því að þeir settu fram þetta nýja forritunar mál er sú að nú mun stýrikerfið bjóða uppá sjálfvirka ruslasöfnun fyrir forrit og vendað keyrsluumhverfi fyrir kóða þ.e.a.s. stýrikerfið getur vitað hvað kóðinn gerir áður en það keyrir hann. C# er hannað uppúr C++ en hafa þeir reynt að losna við þá þætti sem valda flestum villum hjá hinum almenna C++ forritara. Menn sem nota C# munu geta nýtt sér RAD umhvefi svipað og hægt er með Visual Basic í dag þannig að kóðun í kringum notandaviðmót ætti að minnka. Ég er hinsvegar C++ forritari og er ekki alveg tilbúinn giftast C# því þá verð ég líklega einnig háður Windows og finnst mér Microsoft skylja mig nokkurn vegin eftir í lausu lofti með þessu. Reyndar hafa þeir bætt einhverju inní C++ en þeir virðast ekki ætla að gera neitt sérstaklega aukalega til að styðja C++ sem forritunarmál sem fólk vill nota til að skrifa fyrir þetta nýja kerfi sitt. Sem dæmi um þetta þá er ég með BETA 1 af Visual Studio 7 og þar get ég búið til C++ forrit fyrir þetta nýja kerfi. Af þeim möguleikum sem hægt er að velja þar er ekki hægt að búa til neitt forrit sem hefur glugga viðmót og verð ég að fara í C# til að geta búið til svoleiðis. Þess má geta að þeir kalla þetta nýja kerfi sitt .NET ( æðislega flott eða hittþó )