Eftir að hafa lesið umræðuna um lögverndun tölvunarfræðingsins þá finnst mér rétt að varpa upp spurningunni hvort rétt væri að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna að hugbúnaðargerð. Slíkt félag gæti sett á laggirnar ýmsa vinnuhópa til að tryggja ýmis réttindi sem eiga einungis við í þessari atvinnugrein. Einnig er orðin þörf á því að skapa samningsgrundvöll fyrir þennna hóp. Fróðlegt væri að fá skoðanir annarra um þetta.