Hér verður mín fyrsta tilraun að forritunarkeppni Hugi.is fyrir áhugasama.

Þessi forritunarkeppni inniheldur eitt verkefni. Lítill kóði verður ekki dæmdur betri en mikill kóði. Það sem ég hef áhuga á er góð hönnun og flottar lausnir sem leysa verkefnið vel.

Þetta verkefni hljómar svona:

Forritið biður um inntak og ætlast einungis til að fá tölugildi. 0-9. Ekki er takmark um hversu stór talan á að vera. Eftir hversu stórar tölur forritið ræður við, því betra!

Dæmi um inntak og svar frá forriti:
Ef inntakið er 9 þá mun forritið svara “Nine”.
Ef inntakið er 10 þá mun forritið svara “Ten”.
Ef inntakið er 101 þá mun forritið svara “One hundred one”
Ef inntakið er 1011 þá mun forritið svara “One thousand eleven”.

Eins og þið sjáið þá er eitthvað um munstur í þessu!

Þegar fólk sækir um starf í forritunar bransanum er oft spurt út í hvernig hægt er að leysa þetta verkefni.

Hér fáið þið ykkar tækifæri og nei ég ætla ekki að ráða ykkur í starf. :o)

Verðlaun? Ég hef engin í huga, en kannski get ég rætt við Vefstjóra um eitthvað sniðugt. Jafnvel haft dálk undir hugi.is/forritun um sigurvegara forritunarkeppni Hugi.is árið 2010.

Ég ætla einnig að benda ykkur á að í Google er hægt að skrifa “101 in words” og þá svarar Google “101 = one hundred one”

Ég mun dæma lausnir út frá góðri hönnun sem ræður við flest tölugildi, stórar tölur sem litlar.
Það er leyfilegt að nota hvaða forritunarmál sem er.

Hægt er að senda inn lausnina á þessa vefsíðu:
http://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dGdyb2dNSkUzRzVFWUdwdG5uRHVNUFE6MA

Nokkrir punktar:
Endurkvæmni væri tilvalin í þetta.
Dictionary væri einnig tilvalið til að geyma litlar tölur (Hugsið um fibonacci hvað það hentar þar!)

Markmið: Að þið verðið betri forritarar.

Takk fyrir og gangi ykkur vel!
Kv, wolfy.