Þessi grein er fyrir algjöra byrjendur í forritun. Þó að þetta eigi ekki endilega eftir að koma að gagni er gott að læra þetta til að skilja svona principals í forritun. Ætla að reyna að gera þetta sem skýrast en það er ekkert víst að það verði auðvelt þegar lengra er komið (:

*** !! *** ATH! þið save-ið alltaf sem <eitthvað nafn>.bat *** !! ***

Ef þið eigið einn batch(eða fleiri) sem þið viljið bæta við hægri smellið þá –> og klikkið á “Edit”.

Ok. Byrjum á byrjuninni.

@echo off
Þetta seturðu oftast í byrjuninni á batch file vegna þess að annars kemur upp gluggi sem segir alltaf (bergmálar(echo)) hvar batch fileinn er niðurkominn þ.e. hvar hann er að vinna.

echo
Þetta notarðu til að birta eitthvað; comment leiðbeiningar o.s.frv. Þýðir basically “bergmál” og bergmálar það sem þú skrifar á eftir ;).

pause
Þetta notarðu til að segja batch fileinum að bíða þangað til sá sem keyrir batch fileinn ýtir á einhvern takka.

Og síðan DÆMI:
Ok. Opnaðu notepad(ef þú veist ekki hvar farðu í start –> run –> og skrifaðu “notepad.exe” eða “notepad”(án gæsalappa)
og síðan skrifarðu:

@ECHO OFF
ECHO Hello World! This is my first batch file!

(Og að sjálfsögðu savea sem <eitthvað nafn>.bat
(CMD glugginn styður ekki íslensku)
(skipanir(commands) eru með hástöfum svo það verði alveg örugglega enginn misskilningur)
prófaðu að keyra þetta.
og já ekkert gerist það kemur bara einhver svartur gluggi sem lokast strax aftur…þess vegna setjum við “pause” fyrir neðan ECHO …

@ECHO OFF
ECHO Hello World! This is my first batch file!
PAUSE

saveið þetta og núna helst glugginn opinn og þið sjáið textann sem þið skrifuðuð og líka eitthvað eins og “Press any key to continue…” eða e-ð svoleiðis.

Prufið núna að hafa “@ECHO ON” og sjáið hvað gerist.

@ECHO ON
ECHO Hello World! This is my first batch file!
PAUSE

Núna fáið þið eitthvað eins og “C:\Users\BlaBlaBla\Desktop”
og síðan í næstu línu “Hello World…” og síðan aftur það sama…Þannig að þið ættuð að hafa “@ECHO OFF”.

Og síðan ef þið viljið segja eitthvað meira en hafa pásur á milli þá einfaldlega gerið þið það svona:

@ECHO OFF
ECHO Hello World!
PAUSE
ECHO This is my first batch file!
PAUSE

Og auðvitað…savea sem <e-ð>.bat (án “<>” dótsins samt :P)

Og nú í það næsta:
CLS
og
MSG *
sem virkar reyndar bara á Windows XP :(

byrjum á CLS. Þetta sem sagt hreinsar gluggann og allt er strokað út. Hann verður sem sagt alveg hreinn.

Dæmi:
@ECHO OFF
ECHO Hello World!
PAUSE
CLS
ECHO This is my first batch file!
PAUSE

Hér má byrja að bæta því við að ef þið breytið textanum (á eftir ECHO…) þá lærið þið enn betur ;). Hér verðið þið líka að passa að CLS komi á eftir fyrsta PAUSE. Annars verður glugginn auður ÁÐUR en að batch fileinn stoppar. Endilega prufið ykkur áfram með þetta sem þið eruð búin að læra núna! Það hjálpar ykkur bara!

(Bara Windows XP users hér)
Núna er það “MSG *” commandið. Þetta lætur sem sagt pop-up glugga(sprettiglugga xD) spretta(poppa :P) upp á skjáinn og í honum eru skilaboð. Þetta er eins og þegar þú færð errors þá koma upp svona sprettigluggar ;).

Dæmi:
@ECHO OFF
ECHO Hello World!
PAUSE
MSG * I´m testing Pop-Up windows now :D

Eins og þið sjáið stendur í sprettiglugganum það sem þið sögðu. Ef þið viljið láta eitthvað fleira birtast í CMD glugganum þá skrifið þið einfaldlega “PAUSE” fyrir neðan “MSG *” og þið ættuð að vera búin að ná nógu góðum tökum á þessu til að halda áfram :).

Og síðan næst síðasta skipunin sem þið lærið núna eru til margar geriðir af. Mér finnst best að nota þessa; hún tekur lítið pláss og er ansi góð:
ping localhost -n 5 >nul
Nú…Þessi er örlítið flóknari en allar hinar sem þið eruð búin að læra. En ég skal útskýra eins vel og ég get part fyir part. Það sem þessi gerir er að hún tefur batch fileinn um ákveðnar sekúndur(talan) og fer síðan í næstu skipun.

ping:
þessi hluti er mjög þekkt skipun og þið getið eflaust fundið nægar upplýsingar með google. Þessi skipun sem sagt “pingar” eitthvað “adress”(t.d. www.google.com) og bergmálar ip tölur í staðin til ykkar. Það er mjög erfitt að útskýra þetta nánar en flettið þessu upp á google, það væri bara gott fyrir ykkur.

localhost:
þetta er sem sagt nafnið á staðnum sem á að “pinga”. Basically þá er verið að segja “ping” skipuninni að “pinga” tölvuna þína þar sem “localhost” þýðir eiginlega bara tölvan þín.

-n:
Hversu mörg bergmál á að senda til ákveðins staðar(adress). Eitt bergmál tekur eina sek. Getið lesið nánar til um þetta með því að gera start –> run –> CMD –> og skrifa “ping /?” (án gæsalappa).

5(talan):
Þetta er sem sagt hversu mörg bergmál þú vilt senda. Í dæminu hér að ofan er það 5 bergmál eða 5 sek. Ég veit ekki hvort það er hægt að hafa kommustafi en skal skoða það og segja ykkur svo í parti 2 ;)

>nul:
Þessi ending á skipuninni lætur hana ekki sjást. Þetta er líka hægt að nota með “PAUSE” skipuninni og þá sést ekki textinn “Press any key to continue…”. Þannig að basically þá er þetta til að þú sjáir ekki ip-adressuna í tölvunni sem þú ert í og eyðileggir effectið :).

Dæmi:
@ECHO OFF
ECHO Hello World!
PING LOCALHOST -n 4 >nul
CLS
ECHO This is a test on delays.
PAUSE

Og nú síðasta!
TITLE
Þetta breytir titlinum á CMD glugganum. Venjulega er það eitthvað eins og nafnið á batch fileinum. eins og t.d.:testingdelay.bat eða C:\Users\BlaBlaBla\Desktop\testingdelay.bat en ef þú skrifar t.d.
@ECHO OFF
TITLE Testing Delays omgftw!!!
ECHO Lol!
PAUSE
þá breytist titillinn í “Testing Delays omgftw!!!”


Jæja takk fyrir að skoða þetta. Vona að ég fái góð viðbrögð :). En endilega segið skoðanir ykkar á þessari grein og ef eitthvað er óljóst, virkar ekki o.s.frv. prufið að skoða tutorialið aftur og gá hvort þið gerðuð eitthvað vitlaust, sendið mér pm á huga, commentið eða einfaldlega sendið mér e-mail á kristo0334@hotmail.com.

Það verða líklega sendir inn þróaðir batch filear á Z4rk's and Troopzz Channel með alls konar rugli og fíneríi :D

Partur 2 kemur bráðlega svo að fylgist með!

-Z4rk
Learn from yesterday, live for today, hope for tomorrow. The important thing is, not to stop questioning. -Albert Einstein