Ég varð örlítið undrandi þegar ég las að kerfi sem að á að sjá um skuldabréfaumhald fyrir ríkisstofnun og búið er að vera í vinnslu í 3 ár, hafi loksins verið blásið af. Fyrirtækið sem það gerði endar með 13 millur í vasanum fyrir þessi 3 ár og forrit sem virkar ekki, en samningurinn allur var víst upp á 65 milljónir eða svo.

Man einhver eftir viðlíka fíaskó hér á landi? Ekki getur þetta litið vel út fyrir framleiðendur FlexCube, né gott fyrir áætlanir að fá aðeins fjórðung af því fé sem líklega var gert ráð fyrir.

Sjálfur er maður í þessum forritunarbransa, ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur líklega verið vel flókið dæmi með ótal öryggistékkum og fail-safe og hvaðþaðernúallt en samt þá finnst mér 3 ár ótrúlegur tími, hvað þá að forritið hreinlega virki ekki eftir það.

Ef að fleiri fyrirtæki eru í svona sulli þá er ég ekki hissa á því sem stóð í síðasta sunnudagsmogga (aukablaði), að Ísland sé verst sett Norðurlandanna hvað upplýsingaiðnað varðar.
Summum ius summa inuria