Steganography: n.
The process of hiding data inside other data. For example, a text file could be hidden “inside” an image or a sound file. By looking at the image, or listening to the sound, you would not know that there is extra information present.


Steganography er þekkt, en ekki eins þekkt og það ætti að vera að mínu mati. Með steganography er hægt að fela gögn í öðrum gögnum, án þess að manneskjan sem er að lesa/horfa á gögnin viti af földu gögnunum. Þetta er til andstæðu við dulkóðun, þar sem gögnin sjást, en hvað þau þýða er ekki vitað.

Fyrir þá sem skilja ekki ennþá alveg hvað steganography gengur út á, lítið á hlekkina fyrir neðan.

Verkefni ykkar forritaranna er að taka þessa mynd og smíða forrit sem finnur skilaboðin. Ég ætla mér að gera þetta aðeins öðruvísi núna og biðja ykkur um að senda mér skilaboðin sem eru falin í myndinni, ásamt kóða, í PM.

Sá sem kemur fyrst með svarið vinnur keppnina. Ég tilkynni svo hver vann.

Ef enginn kemur með svarið innan ákveðins tíma, mun ég senda inn minn kóða og segja hver skilaboðin voru.


Nytsamir hlekkir, og hint:

http://local.wasp.uwa.edu.au/~pbourke/dataformats/bmp/
http://en.wikipedia.org/wiki/Steganography
http://www.google.com/search?q=define:+LSB