Hér hefur nú þegar verið mikið tekið fram af mikilvægum upplýsingum. Einhver nefndi að sterk fyrirtæki eins og EJS, Nýherji og einhver annar héldu velli… sem ég er sammála, en ég heyrði þá kjaftasögu að Nýherji hefði látið fjúka 15 manns. Athugið að þetta er óstaðfest.

Ég man mjög glöggt eftir þessum degi. Það var Föstudagur, og næsta Mánudag var ég einmitt að fara að hefja störf hjá öðru fyrirtæki! Maður tók helgina í að anda út. ;) Svosem ekki gríðarleg tilviljun, samningar renna út um mánaðarmót og bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa tilhneygingu til að bíða fram að síðasta degi mánaðar til að segja upp. En nóg um það. Þetta eru tölurnar sem ég heyrði, þennan örlagaríka dag.

ZooM - 6
Netverk - 15
Oz - 30
Kveikir - 9Nýherji - 15
Athugið að ég hef ekkert til að staðfesta þessar tölur, en þetta eru þær sem ég heyrði, á þessum degi. Síðar meir komu fleiri tölur, og hljóðuð þær upp á:

Anza - 30
Tæknival - 55

Ég er að gleyma einhverjum, ég er alveg viss um það.

Og núna kemur það sem ég hef um málið að segja.

Minn er sá skilningur að þetta hafi gerst við allar iðnbyltingar. Hinsvegar finnst mér menn í okkar geira yfirhöfuð orðið of hrokafullir, og við hljótum öll að muna eftir því hvernig sumarið 2000 var, til dæmis, og talsverðu þar áður. Eftirspurnin var hreint út sagt fáránleg. Það þótti nóg að fara á fund og segja “Linux. XML. Framtíðin.” og verkið var selt. Ef maður varð leiður á vinnu sinni þurfti ekki nema 3-400 metra vapp til að ná sér í nýja vinnu. Verkefnin héngu á trjánum og allir voru glaðir. Það sem mér fannst undarlegt þá, og ég sé enn betur núna, er að menn virtust halda að þetta færi aldrei niður. Auðvitað vissu reyndari markaðsgimp betur, en það var ekki sú tilfinning sem ég var að fá frá mönnum sem voru í bransanum.

Annað sem ég hafði áhyggjur af þá, var að allt landið virtist vera að fara inn í margmiðlun og “nýmiðlun” (hvað svosem það á að vera) á nákvæmlega sama tíma. *Allir* gátu lært HTML með View Source, *allir* gátu náð í Flash og leikið sér þar til þeir kæmust í vinnu. Þetta hlaut að gerast, og í raun þurfti að gerast. Komum betur að því á eftir.

Oz er fyrirtæki sem ég vænti þess að allir kannist við. Þvílík ofmarkaðssetning er mjög dæmigerð fyrir Íslendinga finnst mér, þó að ég geti reyndar ekki fullyrt um önnur lönd. Þá er ég ekki að segja að Oz sé ekki að gera neitt (þó ég verði að viðurkenna að það sé sterkur, persónulegur grunur minn), þá hafa þeir alla tíð verið *að segjast* vera að gera svo mikið af hlutum sem áttu að sjást á almenningsmarkaði. Og þar liggur fall þeirra. Ofmat á sjálfum sér. Ég tel lang, LANG flest fyrirtæki í þessum geira hafa fellt sig á nákvæmlega þessu, en Oz er líklega besta dæmið af þeirri ástæðu að það er bæði vel þekkt og mjög augljóst, að þeir hafa ætlað sér meira en þeir hafa gert. Gott dæmi er Coca-Cola síðan, sem var víst algert flopp á sínm tíma. Annað dæmi er þetta iPulse fyrirbæri sem ég þekki ekki eina einustu góða reynslusögu af.

Af þeirri áhættu að ég verði dæmdur fyrir sleggjudóma vil ég ítreka að ég er eingöngu að herma álit sem ég hef heyrt frá öðrum, ég ætla ekki að fullyrða neitt um þessa hluti, þó það kunni að hljóma þannig. Línur sem ég hef t.d. heyrt um iPulse-ævintýrið er “Á þremur árum hefur þeim tekist að búa til ICQ client sem er helst þeim kosti búinn að virka ekki.”. Óháð því hvort þetta er tilfellið eður ei, er þetta a.m.k. tilfinning markaðarins gagnvart þessum fyrirbærum. Endalaust er verið að fullyrða út í bláinn, segja hluti sem menn telja sig fyllilega reiðubúna til að fullklára á tilsettum tíma… og auðvitað fær markaðurinn ógeð. Auðvitað, með stóru A-i! Menn gleyma því nefnilega að okkar kynslóð hefur þrifist á eldri kynslóðinni sem almennt er of fáfróð um tölvur að það hvarflar ekki að henni að athuga hvernig “krakkasnillingarnir” gera þetta. Og svo voru endalaus prodigy-börn vappandi um, og eldra fólkinu fannst það allt vera jafn oooofboðslega gáfað. Og núna eru krakkarnir að vaxa úr grasi. Ég er einn af þessum krökkum sjálfur, álitinn *þvílíkur* snillingur þegar ég var 15-16 ára, þó að núna sjái ég að ég vissi ekki neitt á við fjöldamarga jafnaldra mína, sbr. þeirri skoðun sem ég hafði í þá daga sjálfur, enda aldist maður upp við þessa þróun og fannst þetta fullkomlega eðlileg þekking.

Ég tel, að til lengri tíma, sé þessi samdráttur mikilvægur. Þ.e.a.s., til lengri tíma jákvæður. Margir góðir menn hafa misst vinnu sína og er það að sjálfsögðu leiðinlegt. Ég þekki mjög reynda forritara sem hafa verið sagt upp vegna þessa leiðinda niðursveiflu, en góðir menn finna sér yfirleitt aðra vinnu, en þó stundum eftir einhverja pásu. Athugið “til lengri tíma”. Hefði ég ekki sagt upp sjálfur hjá mínu fyrrverandi fyrirtæki er ég þess nánast fullviss um að ég hefði þurft að fara á þessum örlagaríka degi, svo að ég er alls ekki að dæma þá sem hafa lentu í þessu. Reyndar var þáverandi samstarfsmanni mínum sagt upp og maður bara hristi hausinn og hugsaði “Ha?!? Þetta *er* á leiðinni niður.”.

En markaðurinn *þarf* tiltekt. Kostnaðurinn er leiðinlegur, en þetta átti og þurfti að gerast, hvernig sem á það er litið. Það gengur ekki að vera með *endalausa* HTMLara og Flashara, grafíska hönnuði, Visual Basic forritara og heimagrúskara í vinnu við að þjónusta fyrirtæki sem velta milljörðum. Kúnninn verður ekki svona mikill fáviti að eilífu. Það hlýtur að segja sig sjálft. Draumóramennskan hefur einkennt ævintýrið, og þekkingarmunurinn á Háskólamenntuðum og heimamenntuðum mönnum á markaðinum hefur verið áberandi lítill miðað við aðrar starfsstéttir. Þegar þetta síðan “kemst upp” (for lack of a better word), fær allur bransinn að kenna á því, og geta þá góðir menn alveg eins lent í skellinum, og alveg eðlilega vegna þess að þeir kosta meira.

Mér finnst það mjög mikilvægt að menn ofmetnist ekki. Það hefur ætíð verið álit mitt og mun ætíð vera, og ég vona að starfsbræður og starfssystur okkar læri aðeins af þessu. En þó ekki síst… kúnninn.