Jæjja…
núna er niðurskurðaröxin að fara af stað í hugbúnaðargeiranum að því mér virðist, fyrirtæki eru að segja upp starfsfólki í von um að halda velli. Skoðannakönnunin sem ég sendi inn fyrir c.a. mánuði síðan um verkefnastöðu þeirra sem þennan hluta huga.is sækja virðist líka endurspegla stöðuna, næstum því helmingur þeirra sem hafa svarað hafa ekkert að gera. Offramboð hlýtur því að vera á vinnuafli í geiranum sem stendur. Fréttir hafa líka heyrst af nokkrum fyrirtækjum þar sem að fólki hefur verið sagt upp, eða fyrirtækin hreinlega hætt, eða farið á hausinn… gaman væri að fá eitthvað af þessu staðfest, en sagt er að :
caoz sé eitt af þeim sem hafa hætt, kveikir sögðu upp 9 manns, gagarín samruninn við zoom gekk ekki upp og þeir 6 sem voru hluti af honum hættu störfum. Netverk sagði upp 20 manns, og heyrst hefur að oz hafi verið með álíka háa tölu, en tengda við einhverjar lokanir á sænskum skrifstofum eða einhverju álíka. já svo má ekki gleyma ACO og Tæknivali, en þeir hafa nánast lofað því að segja upp um 70 manns á næstu mánuðum (eða var það á þar næsta ársfjórðungi)…


Hvað segiði er bara um að ræða venjulega tiltekt eða hvað ?

það gæti verið gaman að fá skoðanir og innherjaupplýsingar um hvað sem að þessu snýr.


kveðja,
-