Sælir. Ég stend á tímamótum í lífi mínu því núna er ég að fara í háskóla. Í vor sótti ég um í tölvunarfræði í HÍ og í HR. Ég komst inn í báða skólana (allir komast inn í HÍ). Núna 3. ágúst þarf ég að borga skólagjöldin í HR í síðasta lagi. Ég kem af stærðfræðibraut úr góðum menntaskóla og ég stefni á Mastersnám eftir BS námið í jafnvel annarri grein en tölvunarfræði. Hvaða skóla finnst ykkur að ég eigi að fara í? Endilega komið með RÖK og haldið ykkur við efnið! ;=)

PS. Þessi spurning hefur kostað mig margar andvökunætur.
PPS. Skólagjöld og þannig skipta ekki máli.