Well, hvað er hægt að segja?
ætli það sé ekki best að byrja á byrjuninni.

bat=batch
þetta myndi því útleggjast á okkar ylhýra eitthvað í áttina við runukeyrsluskrá og þýðir skrá sem keyrir margar skipanir í einni röð. ekki ósvipað og script í linux og unix.

smá upprifjun í sögu einmenningstölvunnar.
dos var í upphafi tilraun til að smíða einmennings stýrikerfi fyrir tölvur. því var ætlað að vera allt sem unix var fyrir fjölnotendatölvur og át því ýmislegt upp eftir því.

til að byrja með var dos algert drasl, punktur. samansuða úr unix og basic forritunarmálinu, en seinna er ekki hægt að segja annað en að dos hafi verið orðið frekar flott einmenning stýrikerfi og ansi stöðugt. síðan gerast undur í tölvuheiminum, apple setti lísu á innleiddi grafískt notendaviðmót í bransann. M$ elti náttúrulega og setti windows á markaðinn. mikið flopp til að byrja með en vegna fáránlegrar stefnu apple manna sem meinaði oðrum tölvuframleiðendum að framleiða vélbúnað sem studdi stýrikerfi þeirra náðu M$ að sigla hægt fram úr í stríðinu um grafíska viðmótið. en með 32 bita væðingu PC heimsins ákvað M$ að greiða MacOS náðarhöggið og yfirgefa dosið algerlega og skipta yfir í 32 bita grafískt umhverfi sem ætlað var að taka heiminn í einum stormsveip (þess má geta að apple menn voru þá þegar farnir að keyra allt sitt á 32 bitum). windows 95 kom á markaðinn. þessar áætlanir tókust nú ekki alveg hjá þeim því að þeir neyddust til að skilja smá dos kettling eftir í nýja kerfinu. mín skoðun er sú að þeir hefðu betur vandað sig aðeins meira og leift dosinu að halda sér alveg sem hluta af kerfinu, þá væri það sennilegra stöðugra í dag.

hvað varðar fullyrðingar um að win95/98/Me séu einu stýrikerfin sem hrynji niður í command prompt þá er það ekki rétt. ég hef sjálfur þann heiður að hafa crashað NT og w2k niður í command prompt, og hvað varðar linux & unix, þá þarf nú fyrst að fá upp grafískt viðmót þar og hefur ýmsum reynst það erfiðara vegna slaks vélbúnaðarstuðnings.