Ég var að gera gagnagrunn í vinnunni sem tókst bara alveg ágætlega en það eru sumir hlutir að fara í taugarnar á mér sem ég veit að hægt er að laga en engin virðist geta hjálpað mér með þetta.
Þegar ég vil láta prenta út lista yfir t.d. einn mánuð, þá vil ég láta hana spurja sjálfkrafa um hvaða skilyrði ég vil hafa, t.d. ef ég vil hafa númeraskilyrði, dagsetningaskilyrði eða fyrirtækjaskilyrði. Þetta verður að vera notendavænt þannig að allir geti notað þetta. Mig grunar að þetta sé einhvern vegin gert með macro en ég kann ekkert á þá.
Þegar ég vil prenta út lista núna verð ég að fara í query, setja skilyrði þar. Svo þarf ég að fara í report og búa til nýja skýrslu þó þær líti alltaf eins út, verð að laga þær til og þetta er bara tímaþjófur. Svo þegar ég er búin að loka queri-inu og opna reportið aftur seinna, þá kemur hún bara með allar færslur sem eru í grunninum, ÓÞOLANDI.
Mig vantar semsagt hjálp við að hún spurji sjálfkrafa um skilyrði og fari með það sjálfkrafa inn í tilbúna skýrslu en ef það er ekki hægt, þá vantar mig ráð til að tengja queri-ið þannig að það sendi upplýsingarnar inn í tilbúna skýrslu svo ég þurfi ekki alltaf að búa til nýja.
Þið væruð alveg frábær ef þið munduð finna lausn á þessu, þið snillingar.
Kærar þakkir.