Þetta myndi líklegast ekki flokkast undir grein á flestum áhugamálum hérna á Huga, en þar sem það er alveg einstaklega líflaust hérna hjá okkur, þá væri gaman að fá einhverjar umræður um Project Looking Glass.

Þeir sem vita ekki um hvað ég er að tala geta farið inn á http://wwws.sun.com/software/looking_glass/ og skoðað málið.

Í stuttu máli snýst þetta um að gera Desktoppinn að þrívíddar umhverfi og auðvitað kemur Java við sögu þar sem þetta er frá Sun.

Spurningin er einhver framtíð í þessari hugsjón? Hver er ávinningur notandans? Flækir þetta forritunina enn meira en blessaða glugga umhverfið sem við búum við í dag? Hefur einhver reynslu sem hann vill miðla?

Þetta er vissulega mikið augnakonfekt, en einfaldar þetta notandanum eitthað? Hvernig getum við nýtt þetta til að gera betra notendaviðmót?