Sælir forritarar..

Nota MODulus deilingu mikið. Leyfin getur gefið okkur hinar ýmsustu upplýsingar. T.d. við að finna út vikudag. Vitum að dagur nr.1 er mánudagur, hvaða vikudag ber dagur nr. 211 upp á?

Jú 211 mod 7 gefur okkur 1 þar sem 7 * 30 = 210. 211-210=1 sem er leyfin.

en hvað? Jú 1 mod 7 gefur okkur 1, ==> dagur nr. 211 er mánudagur.
Ef við hefðum fengið leyfina 2, þá er það þriðjudagur osfv. Ath! leyf 0 = sunnudagur!

Nú önnur tilfelli þar sem ég hef notað MOD er t.d. þegar þarf að reikna línunr og í buffer sem er kaflaður upp í blaðsíður.

Kanna kennitölur með kt-tékki.

Allskonar innlestrarútínur með buffers, dæmi með buffer upp á 4096 bytes og er að lesa skrá. Skráin er X stór, hvar verður síðasti stafurinn í síðasta bufferlestri osfv.

Til að reikna út miðjun á gluggum í skjá. Og mikið mikið meira.

Eins nota ég bitvise operatora mjög mikið. Sérstaklega þegar ég þarf hraðvirkar og minnissparandi rútínur.

Kveðja
Delphi & Pascal maðurinn