Þetta er frekar áhugaverð skoðanakönnun… að setja stýrikerfisspurningu í forritun. Ég persónulega valdi Windows af mjög einfaldri ástæðu, ég veit því miður ekki um betri þróunarverkfæri en Developing Studio fyrir C++, það hefur að vísu sína galla en það er hægt að lifa við þá. Þannig að fyrir forritunarvinnu þá tel ég Windows NT besta kostinn. Aftur á móti er langt í frá að Microsoft eigi besta/nákvæmasta compiler-inn, það hef ég orðið vitni að þegar verið er að nota Visual Age compiler á AIX, maður verður stundum hissa á dótinu sem MS compilerinn hleypir í gegn.
Ég held samt að það sé ekki hægt að neita því að NT er besta vinnustöðin við þróun hugbúnaðar, svo framalega sem verið er að vinna með ‘portable’ kóða.
Hvað varðar stöðuleika við að keyra ‘server tasks’ þá hef ég að vísu aðra skoðun á Windows…

kv
Is-