Ég er búinn að vera að lesa og læra um C# og ég verð að segja að ég er mjög hrifinn :)
Fyrir þá sem segja “ég þoli ekki MS” þá eru gleðifréttir! Það er verið að staðla C# og mjög fljótlega munu vera gerð forrit á hinum ýmsu platforms (t.d. Linux) sem compæla C#
<A href="http://msdn.microsoft.com/net/ecma/default.asp">http://msdn.microsoft.com/net/ecma/default.asp</A>

Eitt sem ég er að velta fyrir mér.. þegar C# executable er keyrt (sem .exe) þá keyrist upp lítill “stub loader” sem kallar á .NET “framework”. Mér skilst að .NET forrit séu ekki compiled beint yfir í binary (sem er algjörlega háð því platformi sem keyrt er á), heldur er allt .NET stuff (m.a. C#) compælað í IL (Intermedia Language) sem á að vera nokkurskonar .NET vélarkóði sem er óháður því platformi sem hann er keyrður á.
Þetta er náttúrulega algjör hrein snilld.. en ef ég skil rétt þá þýðir þetta líka að forrit gerð í C# keyra bara á stýrikerfum sem eru með .NET grunninn (frameworkið) innbyggt… ekki satt?

Er þetta ekki eitthvað í átt við að þegar þú gerir Java kóða þarftu grunn eins og JRE (Java Runtime Environment)?

Svo er C# algjörlega component based, s.s. allt er inní klösum, innbyggð ruslasöfnun fyrir minni o.flr.

Er einhver hérna búinn að skoða þetta almennilega og byrjaður að forrita í þessu? ef svo er þá hefði ég ekkert á móti að fá nokkrar reynslusögur :)

Annars.. veit einhver um gott íslenskt orð fyrir “compiled code”? mér datt ekkert í hug eins og er :P