Á Bílaspjall.is er samantekt um stöðuna í “neðri” deild F1.

Neðri deildin er semsagt öll önnur lið en Williams, McLaren eða Ferrari. Öll stigagjöf er eins og venjulega í F1 eftir að þessi þrjú lið hafa verið tekin út og hin færð upp í “eyðurnar”. Stigagjöfin miðar við úrslit eins og þau eru birt á vef FIA.

Það er auðvitað ekki mikið að marka þetta eftir einungis tvær keppnir en samt ýmislegt áhugavert. Til dæmis að það virðist vera farin að myndast “þriðja deild” með BAR, Jordan og Arrows en hin liðin eru nokkuð jöfn. Þetta verður væntanlega skýrara eftir því sem líður á keppnina.

Dreifingin á stigum ökumanna er líka nokkuð jöfn og það verður gaman að sjá hvernig það þróast.

Arrows er eina liðið sem á enn eftir að komast á blað.

En þetta er semsagt að finna á vef Bílaspjallsins: www.bilaspjall.is