Nú þegar líður að formúluvertíð, og flest liðin hafa frumsýnt bílana sína getum við farið að spá í útlitið. Þar sem þær myndir sem við höfum aðgang að sýna ekki mikið verður manni starsýnt á það augljósa. Nefið. Hjá toppliðunum , þ.e. McLaren og Ferrari hafa menn tekið sín hvorn pólinn í hæðina og líkja eftir bíl síðasta árs hjá andstæðinginum. McLaren fer upp og Ferrari niður. Svo er það bara spurningin, dugar þetta Ferrari, eða McLaren og hvað gerir Williams, koma þeir inn sterkir,eða Jordan dugar Hondavélin og hvað með Prost þeir eru komnir með vél. Og Jaguar, verða þeir seinastir. Og aðalatriðið með hverjum situr lukkudísin í ár? Maður getur varla beðið lengur.