Nú hefur verið kynnt í Bretlandi nýtt flugskírteini, svokallað NPPL eða National Private Pilot License. Skírteinið sem er hugsað fyrir sunnudagsflugmenn er töluvert frábrugðið JAR PPL skírteininu. Um er að ræða í raun þrjú skírteini, þ.e.a.s. SEP fyrir einshreyfils vélar undir 2000 kg MTOM, SLMG(Self Launching Motor Glider) sem ég er ekki klár á hvað heitir á íslensku og svo microlight sem eru fis.
Ef við spáum aðeins í það sem liggur á bak við SEP skírteinið þá sjáum við að verið er að slaka mikið á tímakröfum sem og heilbrigðiskröfum miðað við JAR kröfurnar. Til að fá NPPL skírteini þarf umsækjandinn að hafa flogið minnst 32 tíma (22 dual, 10 solo), hafa staðist bóklegt próf sem svipar til JAR-FCL bóklegs prófs og skila inn vottorði um að hann sé heill heilsu, undirritað af honum sjálfum og lækni sem hefur farið yfir sjúkraskrá viðkomandi.
Sé allt eins og það á að vera er gefið út skírteini. Í tilfelli SEP flugmannsins er það fyrirtæki sem heitir National Pilot Licensing Group Ltd. (NPLG) sem mun sjá um útgáfu skírteinisins samkvæmt heimild frá CAA.
Læknisvottorðin eru byggð á kröfum um læknisvottorð fyrir ökuskírteini í Bretlandi. Það eru tveir flokkar, annar heimilar að taka með farþega og þarf maður þá að standast þær heilbrigðiskröfur sem atvinnubílstjórar gangast undir. Hinn heimilar aðeins farþega sé hann flugmaður með réttindi á vélina sem er flogið og þarf maður þá að standast þær kröfur sem gerðar eru fyrir almenna bílstjóra.
Ekki þarf að endurnýja vottorðið fyrr en við 45 ára aldur, á fimm ára fresti frá 45 til 65 og árlega þar eftir. Það er hinsvegar alltaf á ábyrgð flugmannsins að meta það hvort hann sé “fit” til að fljúga eða ekki. Það sem er athyglisvert við þetta vottorð er að það umsækjandinn fer aldrei í læknisskoðun. Læknirinn skoðar sjúkraskrár umsækjandans og metur út frá þeim hvort umsækjandinn standist heilbrigðiskröfur. Ástæðan fyrir því að þeir falla frá læknisskoðun er sú að CAA Medical Division (afsakið slettuna) telur áreiðanlegra að styðjast við nákvæma sjúkrasögu einstaklings, til að spá fyrir um hvort eitthvað eigi eftir að koma uppá í framtíðinni, heldur en læknisskoðun.
Á móti því að slaka á tíma- og heilbrigðiskröfunum hafa verið settar nokkrar takmarkanir á skírteinið.
Flugmaður má aðeins fljúga einshreyfils flugvél með hámarks flugtaksmassa 2000 kg.
Flugmaður má aðeins flúga í bresku loftrými við sjónflugsskilyrði að degi til með minnsta flugskyggni uppá 5 km (10 km við sérlegt sjónflug).
Flugmaður má aðeins taka þrjá farþega.
Flugmaður má aðeins flúga einföldum flugvélum, getur samt fengið áritun á flókna flugvél eftir að hafa staðist mismunaþjálfun.
Búist er við um 500-1000 umsóknum á fyrstu tólf mánuðum skírteinisins. Þar eftir er reiknað með að fjöldinn fari niður í um 600-700 á ári.
Breska flugmálastjórnin lítur á þetta sem stóran sigur fyrir flug í Bretlandi. Sigur fyrir þá sem vilja fljúga því skírteinið verður ódýrara, sigur fyrir iðnaðinn því þetta skapar meiri viðskipti og sigur fyrir þá sjálfa því þetta gerir lífið einfaldara.

Persónulega finst mér þetta mjög gott mál. Ef þetta hvetur fleiri til að fara að læra eða ef þetta heldur fólki lengur við þá er þetta gott mál. En tímakröfurnar finst mér vera ansi tæpar. Þegar ég lærði þá voru 60 tímar lágmarkið og mér fannst stórt skref að fara niður í 45. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta gengur.