Howard Hughes Hér koma smá upplýsingar um Howard Hughes

Howard Hughes fæddist í Houston 24. desember 1905. Hann var þekktastur fyrir flug, kvikmynda framleiðslu, milljarðamæringur og síkla hræðslu.
Árið 1930 kom önnur mynd Howards út. Myndin hét Hell's Angels og var á sínum tíma dýrasta mynd sem gerð hafði verið. Myndin kostaði í framleiðslu 3.8 milljón dollara sem er u.þ.b 231 milljón. Það þótti slatti á þeim tíma. Þessi mynd, um fyrri heimstyrjöldina í flugi tapaði 1.5 milljónum dollara. Það leiddi til þess að Howard fór að einbeita sér meira að flugi. Á meðan töku stóð á Hell's Angels fékk Howard flug skírteinið sitt.

Howard hannaði líka flugvélar. Hann hannaði hraðskreiðustu flugvél sem var til. Hún bar nafnið H-1 Racer. H-1 Racer komst á 352 mph. Mótorinn í H-1 var 700 hö en gat skilað 1000 hö á meiri hraða. H-1 var geymd í Hughes verksmiðjunni í Culver City í Kaliforníu þangað til að hún var gefinn Smithsonian stofnuninni árið 1975. Núna er hún til sýnis í Golden Age of Flight gallery of the National Air and Space Museum.
Howard hannaði líka njósnaflugvél sem hét XF-11. Hún brotlenti í sínu fyrsta flugi. Annar hreyfillin stöðvaðist og vélin leitaði mikið í aðra áttina sem leiddi til þess að hún hrapaði. Howard flaug vélinni þegar þetta átti sér stað og var hann sendur á sjúkrahús. Til þess að lina sársaukanum var honum gefið morfín. Eftir það var hann háður því og sjúkdómurinn hans versnaði.
Frægasta vélin sem Howard hannaði var H-4 Hercules. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska herinn en þeir rifu síðan samninginn. Þeir voru komnir svo langt með hana að þeir kláruðu hana á kostnaði Howards. Vélin flaug aðeins einu sinni og það var 2. nóvember árið 1947. Hún klifraði í 70 ft (21 m) og var í loftinu í aðeins eina mínútu og ferðaðist eina mílu (1,6 k) á hraðanum 80 mph (129 km/h). H-4 Hercules er ennþá stærsta flugvél sem hefur verið gerð. Hún var 218 ft (67 m). Vænghafið á henni var 320 ft (98 m) og hæðinn 79 ft (24 m). Vélin hafði átta hreyfla.

Þið verðið að afsaka stafsetningarvillur og látið mig vita ef eitthvað er ekki rétt.