Jæja, er þá ekki kominn tími til að rífa upp
flugvallarumræðurnar aftur? Hér hafa menn karpað fram og til
baka um framtíð og réttlætingu á staðsetningu flugvallarins í
dag. Undirritaður hefur verið virkur í þeirri umræðu við litlar
vinsældir sumra flugáhugamanna en furðumargir í þeim hópi
eru þó raunsæismenn sem sjá nú ljósið, þó svo að rætt sé
um að flytja flugvöllinn.
En nú er komin upp ný staða í framhaldi af umræðum
seinustu daga. Höfum við ráð á því að reka tvo stóra flugvelli á
suðvesturhorninu ef herinn pakkar saman og fer? Við skulum
nú samt gera ráð fyirr því að herinn verði með einhverja
starfsemi áfram á svæðinu og muni þá í nokkur ár taka þátt í
rekstri flugvallarins. En hvað svo???
Eigum við ekki að gera það besta úr stöðunni eins og hún er í
dag með því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur þegar
herinn fer. Ávinninningurinn yrði margþættur. M.a. myndu störf
flytjast á Suðurnesin í staðin fyrir þau sem fara með hernum
og vægi svæðisins í ferðaþjónustu aukast enn frekar. Nú er
verið að breikka Reykjanesbrautina og ættu því samgöngur
við svæðið að batna til muna og flutningur flugfarþega að
verða auðveldari en nú er.
Annar ávinningur væri svo náttúrulega nýtt byggingarland í
höfuðborginni auk þess sem þá myndi verða til rými fyrir
fyrirtæki sem sköffuðu margfalt fleirri atvinnu heldur en
flugvallarstarfsemin gerir í dag.