Flugsafnið á Akureyri Þeir eru stórhuga hjá flugsafninu á Akureyri. Í grein sem birtist í mogganum í gær (30. janúar) stendur að þeir hafi hug á því að byggja 7000-7500 fermetra húsnæði fyrir flugsafnið sem getur hýst júmbóþotu. Þetta er engin smá bygging og óvísst hvort hægt verði að finna stað fyrir hana við flugvöllinn. Flugsafnið á von á Boeing 747 í safn sitt. Þessi vél er í notkun hjá Atlanta og þeir hyggjast leggja henni í vor.
Svo er var ég líka að lesa að fyrsta þota íslendinga, Gullfaxi, hafi lent á Keflavíkurflugvelli í gær. Hún er nú í eigu flutningafyrirtækisins UPS og ber einkennisstafina N936UP. Hún var smíðuð sérstaklega fyrir Flugfélag Íslands og kom fyrst til landsins 1967. Þetta er boeing 727-100 þota og var seld árið 1984. Í dag er hún 36 ára gömul. Ég tel að fáar vélar eigi jafn mikið erindi á flugsafn á Íslandi eins og þessi vél og spurning hvort Reykvíkingar taki það ekki bara að sér og kaupi hana og stofni Flugsafn Reykjavíkur.