Þegar fólk veltir fyrir sér kostum og göllum þessa margumtalaða Icesave samnings verða menn að hafa eftirfarandi spurningar til hliðsjónar. Í fyrsta lagi eru samningurinn og skilmálar hans okkur ásættanlegir?, Í öðru lagi hafa íslendingar efni á að standa við þessar skuldbindingar . Í þriðja lagi hvaða afleiðingar munu slíkar skuldbindingar hafa á íslendinga almennt og ríkisfjármálin, í fjórða lagi, hverju þarf að fórna til að greiða það Í fimmta lagi hvort þá verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni eða öfugt? Í sjötta lagi ef þingheimur neitar að samþykkja þennan samning, hvað tekur þá við? og vegna þess að hingað til hefur undirritaður ekki fundið færslu sem svarar öllum þessum spurningum með hliðsjóna af kostum og göllum samningsins mun hér vera gerð tilraun til þess að svara nokkrum þeim mikilvægustu út frá þeim forsendum sem hægt er að gefa sér, samningunum sjálfum og ummælum um hann.

Eru samningurinn og skilmálar hans Íslendingum ásættanlegir?

Hvort þessir samningar eru hagstæðir eða ásættanlegur verður lesandi góður að dæma um fyrir sjálfan sig. Hér verða einungis tekinn fyrir nokkur ákvæði er þykja umdeild eða neikvæð ásamt þeim jákvæðu er fjallað hefur verið um á blogg og fréttasíðum landsins.

Mikið hefur verið rætt um 16. grein samningsins og InDefence hópurinn bendir á að Lögfræðingar innlendir sem erlendir eru flest allir sammála um að þetta ákvæði feli í sér víðtækt afsal friðhelgisréttinda sem leiðir til þess að mun auðveldara verður að ganga að eignum íslenska ríkisins. Þegar ákvæðið er lesið kemur ekki fram í texta samningsins nein takmörkun á hugtakinu „eign“. sem þýðir að Bretar eða Hollendingar gætu þess vegna tekið alþingishúsið til gjaldþrotaskipta, ríkisjarðir eða þjóðgarða og jafnvel vatns veitur og virkjanir því enginn takmörk eru á því hve langt Bretar og eða Hollendingar geta gengið að.

Sigmundur Davíð sagði á þingi: ”Nú er meira að segja komið í ljós að getið er um það í samningunum að uppfylli íslenska ríkið ekki tiltekin skilyrði eða innstæðutryggingarsjóðurinn, eitt af fjölmörgum skilyrðum.“ þá ”…sé strax hægt að gjaldfella allt lánið, hvenær sem er á þessu sjö ára tímabili eða eftir það." Samningarnir hafa hvorki meira né minna 11 gjaldfellingar ákvæði og Sigmundur segir jafnframt að mörg þeirra hafa lögfræðingar aldrei áður séð í samningum.

Það birtist frétt á mbl.is þar sem hæstaréttar lögmaðurinn Jacko R Möller bendir réttilega á að í samningunum eru okkur hagstæð ákvæði eins og að hollendingar og Bretar skuldbinda sig til þess að funda aftur um samningin og skoða hvort þeir vilji endurmeta hann.

Hafa Íslendingar efni á að standa við þessar skuldbindingar?

þrátt fyrir blóðugan niðurskurð þetta árið kemur ríkissjóður samt sem áður til með að skila -153.142 milljörðum króna í halla. Vegna framúrkeyrslu ríkisstofnanna og embætta ríkisins upp á 20 milljarða kr þurfti ríkisstjórnin að fylla í 20 milljarða gat sem núverandi frumvarpi um skatta hækkanir og niðurskurð er ætlað að gera. þá standa ennþá eftir þessir 153.142 milljarðar króna sem ríkið á eftir að þurfa að brúa. Á Bloggsíðu Fannars frá Rifi koma fram útreikningar sem sýna að ríkisstjórnin komi til með að þurfa að skera niður amk 32,5% flatan niðurskurð til þess að mæta þessu 153.142 milljarða halla. Þá er eftir að reikna inn vaxtagreiðslur og afborganir af icesave samningunum sem miðað við bestu forsendur sem ríkistjórninni reiknast til; það er að upp í hann fáist 95% af eignum Landsbankans segir Fannar frá Rifi að við meigum búast við því að þurfa eftir sjö ár að greiða miðað við gengið í dag 23.9 Milljarða á ári. Ef hins vegar ekki fáist nema 75% til 50% getum við reiknað með að greiða 47 til 76 milljarða króna á ári. En rétt er að geta að samkvæmt sjötta ákvæði samningsins eiga allir kröfuhafar landsbankans þar ytra jafnan rétt á eigna safninu sem þýðir að lánadrottnarar, bresk bæjarfélög og aðrir kröfuhafar geta fengið af safninu hlutfalslega jafn mikið og íslenska ríki. Ofan á þessar skuldir bætast svo við afborganir og vextir af lánunum frá Rússum og norðurlöndunum upp á tæpa 4000 milljón dollara sem samið var um að kæmi til við að bætast við hið mjög svo umdeilda 2000 milljón dollara ags-lán. Miðað við þessar forsendur verður það að teljast nokkuð ljóst að hvernig sem spilast úr kreppunni á næstu sjö árum verður það að teljast afar hæpið að íslendingar geti yfir höfuð borgað þessar skuldbindingar nema með ólýðandi skatthækunum og niðurskurði.

Hvað gerist ef við borgum ekki?

Í versta falli fer AGS í burtu með sína peninga og íslendingar fá enginn lán til að styðja við gengi krónunnar sem gæti haft mjög slæmar afleiðingar hér til skemmri tíma en eins og marg oft hefur verið bent á var ein skjótasti efnahagslegi bati nokkur staðar í Argentínu sem neitaði að greiða sínar skuldir og reyndin varð sú að hún lokaðist eingöngu frá alþjóða lánamörkuðum í tvö ár. Að öðrum kosti þrátt fyrir ummæli Breta og hollendinga mætti ávalt reina að semja upp á nýtt. Ummæli Breta og hollendinga sem um það skarast eru auðvitað sögð í þeirri von að íslendingar samþykki frekar núverandi samning.

Eins og Steingrímur j. í vörn sinni hefur margoft bent á að þá eru þetta nauðunga samningar. Ögmundur Jónsson segir að spurður út í hvort við lendum ekki í einangrun ef samningarnir verði ekki samþykktir: ,,Við erum…“ nú þegar ”…í einangrun. Það er umsátur um Ísland. Það er í því ljósi sem þessir samningar voru gerðir.“ Brown Viðurkenndi líka á fyrirspurnartíma á breska þinginu fyrir nokkru að hafa misbeitt AGS og brotið þannig lög er hann notaði sjóðinn sem þvingunartól fyrir betri samninga fyrir Breta. Sigurður Líndal lagaprófessor sagðist dálítið hræddur um að Íslendingar eigi engan annan kost en að gangast undir Icesave samningana eins og hver önnur sigruð þjóð og játar aðspurður að verið sé að berja Íslendinga Til hlýðni ”…ekki spurning". Ögmundur segist hins vegar réttilega að þetta sé að sjálfsögðu ekki eina leiðin sem sé fær í málinu. Ef málið verði ekki samþykkt þurfi einfaldlega bara að skoða aðrar leiðir.

Sigurður Lingdal hefur ásamt Dóru Sif Týnes einnig bent á að dómstólaleiðin sé að öllum líkindum ekki fær vegna þess að til þess þurfi amk tveir að koma að samkomulagi um hvaða dómstóll eigi að dæma í málinu. Hins vegar hafa Magnús Thorodssen hæstaréttarlögmaður og og fyrrverandi forseti hættarétts, Björg Thorarensen forseti Lagadeildar HÍ og Atli Gíslason Hæstaréttarlögmaður, Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ og Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari allir sagt lagalegan rétt íslendinga sterkan og vilja meina að málið eigi að fara fyrir dómstóla þar sem þeir eru eina sanngjarna leiðin til að kveða á um hversu mikið íslendingar þurfi að greiða.Þar sem reynt hefðu mátt að semja um einhverskonar ramma þar sem íslendingar myndu skuldbinda sig til að greiða, hvernig sem dómurinn færi einhvað lágmark.

Niðurlag

Í ljósi þeirra ákvæða sem í samningnum er á kveðið verða afleiðingarnar af því að sammþykkja hann ekki að vera verulega alvarlegar og þegar tekið er inn í reikninginn að íslendingar eiga að öllum líkindum ekki eftir að geta staðið undir þessum samningi án þess að leggja á byrgðar almennings ólýðandi skatta og verulegan niðurskurð í almennri þjónustu eins og heilsugæslu og menntakerfi landsmanna verður það að segjast eins og er að samningurinn getur einfaldlega ekki átt rétt á sér og þegar í ofanálag er litið til þess að skuldbindingar þessar eru ekki að nokkru leiti sök megin þorra almennings verður það að teljast með öllu óásættanleg niðurstaða að ekki náist betri samningar en raun ber vitni. Verði þessi samningur samþykktur mun það leiða af sér án þess að fara náið út í landflótta, Ósýnilega efnahagslega hlekki ánauðar almennings í landinu.

Sem dæmi; hafa slíkir hlekkir sligað menn, konur og börn þriðjaheimsins nú áratugum saman vegna þess að þáverandi stjórnvöld voru tilbúinn að gefa frá sér þegna sína fyrir eigin frama, þrýsting, auðæfi, skammsín eða heimsku. Á meðan vesalings fólkið þrælar sér út til að brauðfæða sína fjölskyldu. Þar er félagslegur hreyfanleiki nær horfin og misskipting auðs alger. Hér mun þeim sorglega veruleika bera við að venjulegur borgari fær líklega aldrei á sinni æfi efnahagslegt sjálfstæði eins og tíðkast í þróunarlöndunum og er því í raun ekki sjálfstæður heldur í víðasta skilningi eign lánadrottins síns. En höfundur hefur starfað sem sjálfboða liði og ferðast um Afríku.

ef þú vilt lesa aðrar greinar eftir höfund eða fleiri athugasemdir sem hafa verið gerðar við þessa grein er þér velkomið að lesa bloggið mitt http://arinol.blog.is og gera athugasemdir þar.
Nei bara pæling.