Eru allir búnir að gleyma hækkununum á öllu þegar núllin 2 voru tekin af krónunni? Þetta verður ekkert öðruvísi ef 93 krónur verða að 1€ heldur en þegar 100 krónur urðu að 1 NýKrónu. Kaupmenn og heildsalar hafa allavega ekki kvartað síðan. Ja, fyrr en núna nýlega!

Annars er ég enginn sérfræðingur á þessu sviði en það er mín tilfinning að kaupmátturinn muni rýrna mikið í amk 10-15 ár á eftir komi til þess að evran verði tekin upp.
Þetta hefur gerst í Þýskalandi eftir upptöku evrunnar en 1€ var 2 þýsk mörk við breytinguna. Í dag er dæmið þannig að einfaldir hlutir sem kostuðu 2DM áður kosta 2€ eða meira í dag!