Þetta er rökrétt hugsun hjá þeim sem hóf umræðuna varðandi kredit og debetkortin. Þó er spurningin hvort ekki verði að skoða, hvort hafi á undan komið, hænan eða eggið. Þessi hugtök sem málið snýst um eru upprunalega frá ítölskum munkum fyrir þó nokkuð mörgum hundruðum ára sem í raun þróuðu þetta reikningshaldskerfi sem þekkist í dag. Orðin debet og kredit koma því af orðunum debo og kredo. Þau þýddu í raun inn og út en ekki skal þó fullyrt um hvort þessi orð tilheyri ítalskri tungu eður ei. Það er því hugsanlegt að þessi pæling um að debet eigi að þýða debt eða skuld hafi ekki afbakast einhvers staðar í millitíðinni.
Einhver nefndi hér áðan að rétt væri að debet þýddi eitthvað jákvætt og kredit þýddi eitthvað neikvætt. Ennfremur nefndi einhver hér seinna að debet væri eign og kredit væri skuld. Þar er ekkert rangt sagt nema að hér er aðeins hálfur sannleikurinn sagður. Debet er einnig notað til að túlka það sem er gjaldamegin í bókhaldi og rekstrarreikningum fyrirtækja og kredit þýðir einnig það sem er tekjumegin í rekstri. Ef við horfum á gjöld sem eitthvað neikvætt og tekjur sem eitthvað sem er jákvætt höfum við fellt þá kenningu að debet þýði alltaf eitthvað jákvætt og kredit eitthvað neikvætt. Tekjur og laun hljóma jú alltaf spennandi. Það sem er gjöld hjá einum eru tekjur hjá öðrum og einnig færa fyrirtæki hjá sér eitthvað til tekna og eignar í einni og sömu færslunni.
Þetta með gylliboð banka er kannski skiljanlegt að menn nefni. Hér á landi hefur einkavæðing orðið á ríkisbönkunum og því hefur samkeppni aukist til muna á þeim vettvangi. Þá spyrja eflaust margir: “Af hverju eru bankarnir að senda okkur unglingunum bæklinga um að stofna debitreikninga, kreditkort og jafnvel taka tölvukaupalán á ”hagstæðum kjörum“”? Einfaldlega vegna þess að til að lifa af á svona markaði verða bankarnir að horfa til framtíðar í stefnu sinni. Unga fólkið eru viðskiptavinir framtíðar! Í þessu var ekki “pælt” mikið hér áður fyrr. Ungt fólk er því mjög mikilvæg tekjulind fyrir bankana í framtíðinni, því staðreyndin er sú að eldra fólkið heldur ekki endalaust áfram að vera í viðskiptum því það einfaldlega deyr eins og við hin!
Það að hugsa þessi lán sem einhvers konar kvöð og pínu er ekki rétt hugsun. Á Íslandi og í velflestum vestrænum ríkjum búum við við frjálst hagkerfi. Þú þarft ekki að taka lán, nema þú viljir það !! Þessi lán eru oft á tíðum mjög hagstæð ef skoðaður er samanburður við venjuleg skuldebréf eða víxla. Þó skal hafa í huga að allt er gott í hófi og göfugt er að spara!
Guðjón