Sælinú!

Sem nýr stjórnandi á áhugamáli þessu hef ég ákveðið að efna til breytinga. Meðal annars breytingar á nafni áhugamálsins yfir í /squareenix eða eitthvað því um líkt, enda allt of margir leikir frá því fyrirtæki sem framleiðir helling af efni sem er oft rætt um hér á þessu áhugamáli.
Nýtt nafn myndi þýða nýr banner sem myndi þar af leiðandi gefa okkur laglega afsökun til þess að halda nýja bannerkeppni og mögulega nýjan litaþema, skyldu fleiri en bara Pikknikk (sem nartaði í húfuna mína meðan ég skrifaði þetta) vera ósáttir við núverandi litina.

Gerum auðvitað ekkert án þess að meirihlutinn væri sammála. Svo ef ykkur dettur eitthvað fleira í hug til sem við stjórnendur gætum gert ekki hika þá við að láta okkur vita.

Bætt við 14. janúar 2009 - 15:03
Og já, er endilega ekkert að segja að /sqaureenix sé eina tillagan. Endilega komiði með eitthvað sniðugt. Hvað með t.d. /squeenix?