Ég var einn að þeim sem kaus að tónlistin í FFXII væri hörmuleg. Það er kannski aðeins og langt gengið en tónlistin er satt að segja bara einhver leiðindar sinfónía með engum “catchy”.
Ég verð samt að segja að tónlistin í crisis core var alveg mögnuð. Það var hann Takeharu Ishimoto sem samdi tónlistina þar og gerði hann það mjög vel.
Í FFvsXIII er sama kona sem gerir tónlistina í kingdom hearts sem er þokkalega að mínu mati.
Og í FFXII er það hann Masashi Hamauzu sem semur. Hann hjálpaði að miklu leiti að gera tónlistina úr FFX sem er guðdómleg.
Allir þessi tónsmiðir eru mjög góðir (sérstaklega Ishimoto)og saman ættu þau að bæta upp fyrir Uematsu eða gera jafnvel betur.
Svo hef ég líka verið að spila xbox exclusive leikina Blue dragon og Lost odyssey þar sem Uematsu gerir tónlistina. Ég verð að segja að sú tónlist er ekkert spes.
Kannski var bara kominn tíma til að endurnýja tónsmiði hjá Square-Enix.