Jæja, ég kláraði loksins Final Fantasy A2 í gær. Ég get ekki gert annað en mælt með honum fyrir alla Final Fantasy og SRPG aðdáendur sem eiga Nintendo DS.

Söguþráðurinn er kannski ekki upp á marga fiska en það er nógu mikið að gera í honum til þess að láta hann endast í fleiri tugi tíma. Ég kláraði 170 quest af 400 áður en ég fór í lokabardagann og er með spilunartíma upp á um 50 klukkustundir. Það er óhætt að segja að ef ég ætla að klára hann 100% þá mun ég líklega þurfa að eyða öðrum 50 klukkustundum í viðbót í leikinn.

Bottom line: FFTA2, must buy fyrir DS eigendur.
Vilhelm