http://www.qj.net/PlayStation-Premiere-Final-Fantasy-XIII-is-13-complete/pg/49/aid/97795

Samvæmt Square-Enix má heldur betur bíða lengi eftir leikjunum tveim sem koma á PlayStation 3 enda ætla þeir að vanda sig við þá eins og þeir geta.
Semsagt Final Fantasy XIII er aðeins um það bil 13% tilbúinn!
Ef þér finnst það vera lítil tala þá ættirðu að heyra um Final Fantasy Versus XIII sem er aðeins 1.3% tilbúinn.

Þó svo að ég sé persónulega vonsvikinn yfir því að bíða svona lengi eftir þessum leikjum (sem eru annars með það ákveðið að vera tilbúnir um haustið 2008) þá get ég allavega verið glaður yfir því að þeir ætla að vanda sig gífurlega við þá þannig að þessir leikir verða svo sannarlega vel þess virði.

Og þess má geta að Final Fantasy XIII verður hefðbundinn FF leikur á meðan að Versus verður aðeins öðruvísi, semsagt mun dimmri og nær veruleika heldur en allir hinir leikirnir ásamt því að bardagakerfið verður eins og í Dirge of Cerberus og Kingdom Hearts bara mun vandaðara og betra.