http://www.eurogamer.net/article.php?article_id=76847

Mikið rétt, svo virðist sem 13 Final Fantasy leikurinn sem er væntanlegur á PS3 mun ekki koma á markað fyrr en kannski í Apríl á næsta ári eða hugsanlega lengra. Kemur samt ekkert svakalega á óvart fyrst félagarnir í Square-Enix (sem fyrir þá sem ekki vissu framleiða FF) eiga það yfirleitt til að fresta og fresta útgáfu leikja (og kvikmynda) sinna.
En varðandi Final Fantasy Versus XIII (sem kemur einnig út aðeins á PS3) þá er ekki einu sinni vitað hvenær hann skyldi koma út en þeir sem vinna að honum segja að þeir séu ekki komnir svakalega langt með hann en allt gengur vel samt sem áður.

Þetta stöðvar mig ekkert, bíð spenntur eftir báðum leikjunum þó svo að ég sé meira spenntur fyrir Versus.

Bætt við 19. júní 2007 - 00:07
Hahaha!! það vantar nokkur orð á titilinn hjá mér. Ætlaði að skrifa: “Final Fantasy XIII kemur ekki alveg strax!!”.