Jæja, alveg síðan 1. september 2005 hefur mér þótt PSP vélin mín vera eitthvað mesta haugarusl sem ég hafði keypt. Ef ekki hefði verið fyrir homebrew og Lumines væri ég löngu búinn að losa mig við hana. En núna er hún komin með nýjan tilgang: Spila alla gömlu PSX leikina.

Yeps, þökk sé Sony er PSP fullkominn PSX emulator. Og þökk sé homebrewing communityinu er hægt að spila svo gott sem hvaða PSX leik sem til er á henni. Svo það var bara eitt að gera… redda sér einhverjum sniðugum PSX eboot og prófa þetta.

Það sem ég þurfti: Firmware 3.40 OE-A frá dark alex; psp eboot skrá af einhverjum psx leik (sem hægt er að gera sjálfur eða finna á netinu, segi þó ekki hvar)

Final Fantasy VIII varð fyrir valinu. Hér er niðurstaðan.

Exhibit A:
http://www.vilhelm.is/ff8psp/ff8psp_01.jpg
Fyrsta skjáskotið sem ég tók. Frekar blurry. Já, þetta er úr byrjuninni á leiknum.

Exhibit B:
http://www.vilhelm.is/ff8psp/ff8psp_02.jpg
Save game screen. Jábbs.

Exhibit C:
http://www.vilhelm.is/ff8psp/ff8psp_03.jpg
Til bardaga! Fyrsti bardaginn sem ég lenti í á leiðinni til fire cavern.

Exhibit D:
http://www.vilhelm.is/ff8psp/ff8psp_04.jpg
Sami bardagi, nema bara battle screen kominn upp.

Og já…
- Save virka fullkomlega.
- Myndbönd virka fullkomlega.
- Keyrir mjög smooth, ekkert hökt!
- Það eru nokkur controller schemes sem hægt er að velja á milli, í mínu tilfelli hreyfi ég mig með analog stick, hægri á d-pad er L2, upp er L2 + R2 og vinstri er R2. Nifty, eh?
- Þegar ég þarf að skipta um disk þá fær maður prompt um að vista, eins og fólk á að kannast við Svo hættir maður bara í leiknum og hleður næsta eboot á vélina.

Þetta er svo sannarlega dream come true. Núna get ég spilað alla klassísku leikina on-the-go, og kynnst nýjum í leiðinni. Úff. :D