Nýlega kom upp umræða um stjórnandamál hérna og ég verð að svara því hér til að fólk lesi það frekar.

Vantar annan stjórnanda?
Er alveg sammála því að RoyalFool er ekkert að gera hérna og það breytti engu þó honum væri kickað.

En tillaga um annan stjórnanda er ég ekki sammála. Ég hef verið einn að stjórna og það gengur alveg ágætlega. Ég reyni að tékka 1-2 á dag og það hef eg alltaf staðið við. Fór m.a.s. til útlanda í sumar en náði samt að stjórna áhugamálinu betur en sum önnur.

Það vantar alls ekki annan stjórnanda. Ég er kominn með gott skipulag á þetta og ég held að það sé best að ég stjórni þessu bara einn, eins eigingirnislegt og það getur hljómað.

Og nei, ég er ekki að vera neinn einræðisherra, isak =P

Takk fyrir.