Ég var að skoða Final Fantasy áhugamálið og fór svo að pæla hvort að einhverjir höfðu séð þættina. Eins og alltaf er komin glæný saga með tveimur krökkum, Ai og Yu, í aðalhlutverki. Einn góðan veðurdag á einhverri eyju lengst út í buska birtist risastór svört súla og út úr henni komu tvö skrímsli. Skrímslin börðust og drápu hvort annað á endanum, en súlan stóð enn og virkaði sem hlið að “innri heimnum”. 15 árum seinna fóru foreldrar Ai og Yu í sína reglulegu skoðunarferð í “innri heiminn” og komu aldrei aftur. Þá fóru Ai og Yu á eftir með undarlegri lest inn í “innri heiminn” að leita að foreldrum sínum. Á lestinni hitta þau konu sem heitir Lisa og hún slæst með þeim í hópinn og verður þannig eiginlega sjálfskipaður verndari þeirra systkina. Í innri heiminum hitta þau mann sem heitir Kaze eða “Black Wind” sem gengur um með undarlega byssu á hendinni sem í staðinn fyrir að skjóta summonar allskonar furðuverur með því að blanda saman þremur litum sem hann er með í litlum hylkjum. Þar kannast maður við nokkra eins og Ixion og fleiri. Meiraðsegja Sid er í þessum þáttum.

Jæja nú segi ég ekki meira um þetta í bili nema HORFIÐ Á ÞETTA! Það á örugglega einhver þessa þætti á odc/dc++ eða eitthvað.

Thunder_M00mba