Ég sendi inn þessa grein sem tengist þessum tölvuleikjum ekkert en snertir samt áhangendur þessa áhugamáls. Ég hef tekið eftir ótrúlegu Nintendo hatri og Sony fanboyisma á þessu áhugamáli. Þetta áhugamál gæti alveg eins heitið PlayStation 2. Kveikjan að þessari grein er grein Aicons sem sagði fréttirnar um að Final Fantasy Crystal Chronicles kæmi á GameCube. Ég var fyrstur að svara og sagði svona í djóki að loksins hefðu SquareSoft ratað inn á rétta braut. Svo fór fólk að andmæla því og síðan snerist það bara í hrein og bein meiðyrði á Nintendo og mig og Harry, kannski einhverja fleiri. Fólk sagði að Nintendo væri barnalegt og ýmislegt ljótt líka. Ég veit alveg að Nintendo eru barnalegir en það eru alls ekki allir leikir þeirra barnalegir. T.d. er Final Fantasy alveg jafn barnalegt og Zelda. Sem dæmi nefni ég einhvern gaur í leik nr. 9 sem að er einhver stór kokkur með stóra bleika tungu, ég veit ekki um neinn svona barnalegan kall í Zelda. Svo hefur Zelda alltaf verið fyrirmynd Final Fanrasy (sem ég mun héðan í frá kalla FF), það var sagt í viðtali, trúið mér. Nú veit ég að enginn á eftir að trúa mér sem sannar bara þann ótrúlega fanboyisma sem ríkir á þessu áhugamáli. Fólk sem segir að Zelda sé ömurlegt, asnalegt og barnalegt án þess að vita neitt um leikina er bara vitlaust. Fólk hefur sagt hreint út sagt ótrúlega hluti, um leik sem það hefur ekki einu sinni prófað! Ég styð málfrelsi en það á samt að vera hægt að koma skoðunum sínum á framfæri á annan hátt en þennan. Final Fantasy leikirnir væru heppnir ef þeir fengju að líkjast Zelda. Zelda eru í alvörunni miklu betri leikir, þeir eru miklu betur gerðir. Squaresoft gera einn leik á ári og eru núna með svona 3 leiki í bígerð. Þeir hugsa bara um peninga, þið getið ekki neitað því. 10 leikir á svona 10 árum, það er brjálæði.
Svo bendir það líka til fáfræði á leikjasögunni að segja að Nintendo sé fáránlegt og asnalegt fyrirtæki, hér nefni ég nokkrar ástæður fyrir því:

FF leikirnir byrjuðu hjá Nintendo. Þeir fjármögnuðu leikinn. FF væri ekki til hefðu nintendo ekki gert það. Þeir voru eina leikjatölvu fyrirtækið þá. Þess vegna er bara vanþakklæti að hata nintendo. Nintendo sköpuðu leikjatölvu markaðinn. Þið væruð ekki að spila á PlayStation tölvurnar ykkar ef að þeir hefðu ekki farið út í bransann, eða réttara sagt búið til bransann!

Svo skil ég ekki af hverju fólk fór að verða svona hvassyrt. Við vorum að hafa skynsamlegar rökræður og svo fór einhver bara að innleiða blótsyrði og óþverra inn umræðuna (greinasvörin). Ég hef ekki sagt eitt slæmt orð um þennan leik eða Sony og fólk er að svara mér eins og ég hafi fordæmt fjölskyldu og niðja þeirra til eilífrar þrælkunnar í helvíti! Slappið bara af, ég tek meira mark á skynsamlegum og vel orðuðum svörum heldur en einhverjum sora og enskuslettum, ég bara hlusta ekki á svoleiðis.

Svo er fólk að segja mér að horfast í augu við sannleikann! Ég skal gera lista yfir yfirburði Zelda yfir FF:

-OoT hefur fengið fleiri verðlaun heldur en allir FF til samans!

-Zelda hefur komið með fjölmörg ný element í leiki.

-Í stærstu leikjakönnun sem sögur fara af (þ.e. stærsta í heimi) fékk OoT 21% atkvæða sem besti leikur í heimi, og þar með hæstur í könnuninni.

Tilgangurinn með þessari grein er að fólk líti aðeins í eigin barm og sjái að það fer með langt mál. Ég fíla Sony, kannski ekki í leikjatölvu bransanum en ég á Sony heimilisgræjur, þeir gera bestu sjónvörpin. Ég meina, hatið Nintendo = hatið leikjatölvubransann.

Annað sem bendir á ótrúlegan fanboyisma eru þessar 3 morðhótanir sem ég hef fengið útaf þessum rökræðum. Þetta er að verða að ofsatrúarflokki, þessir PS2 fanboyar. svo fékk ég 6 önnur bréf sem sögðu ýmislegt ógeðfellt um mig og mín örlög. Ég ætla ekki að birta nöfn þeirra sem hótuðu mér lífláti en það er best að þeir bæti ráð sitt því að þeir gætu verið bannaðir á Huga fyrir þetta úppátæki sitt.

Ég vona að stjórnendur þessa áhugamáls séu þroskaðri en sumir fáránlega óþroskaðir áhangendur þess og birti þessa grein sem vonandi á eftir að opna augu ykkar.

Ég á ábyggilega eftir að fá svona 10 morðhótanir fyrir þessa grein, en ég held að þið séuð ekki í neinni aðstöðu til að drepa mig, hvað ætlið þið að gera, senda mér vírus?

Ég vil benda á það að ég hef EKKERT á móti Sony né FF. Ég hef ekki sagt eitt niðrandi orð um þetta tvennt.

Roggi