SquareSoft færir Final Fantasy á GameCube Jæja þá hefur nintendo gert nýjan samning við SquareSoft og ætla þeir þá að færa Final Fantasy Cristal Cronicle á Nintendo GameCube og GameBoy Advance.
Nintendo tilkynnti að þeir hefðu samið um að lána SquareSoft vissa upphæð af peningum úr svokölluðum Q sjóði (er ekki viss) og fá nýja seríu af Final Fantasy í staðin.

SquareSoft hefur nú keift nýtt stúdíó svokallað “Game Designer's Studio” sem þeir munu nota til að gera leikina mun betri og flottari.

Akitoshi Kawazu, þektur fyrir leiki meðal annars Legend of mana mun stjórna nýja stúdíóinu
Spilarar geta tengt saman GBA og GCN og linkað leikin, ég er ekki alveg viss hvernig það virkar en það er ekki mikið búið að segja um þetta.

FFCC mun líta meir út einsog FFIX, semsagt vera með frekar “barnalega” karaktera, í svipuðum dúr og Zelda
en mun samt vera Final Fantasy.
Leikurinn kemur AÐEINS á GameCube og vonast er eftir honum árið 2003.
Ekki er mikið vitað um þessa nýju kynslóð af Final Fantasy og af einhverjum ástæðum halda þeir þessu mjög leindu.

Það verður gaman að sjá nýjann FF leik, bara verst að hann kemur ekki á PS2 =/ well þá þarf ég að kaupa mér Gamecube=D

Hvað finst ykkur um þetta ?
Beer, I Love You.