Með Final Fantasy X í höndunum Var að prufa Final Fantasy X(10).
Þótt hann sé ótrúlega flottur fannst mér ýmislegt hálf fáránlegt
í honum eins og ímyndin til að byrja með var ekki hrífandi
en þegar eg var kominn svona klukku tíma áfram í leikinn
þá varð hann mjög áhugaverður, það er söguþráðurinn sem vakti
áhugan, eg er ekki búinn að spila hann mikið meira.
Eg sé að þessi leikur er eftir að vera ótrúlegur.
Það var skrítið að heyra tal, er svolítið óánægður með Tidus,
ekki röddina heldur hvernig hann talar stundum, smá svona
frekju tónn. Grafíkin og umhverfið er listaverk, þetta er mjög
lifandi ef þú skilur hvað eg á við. Bardaga kerfið er mjög
svipað allt, smá breytingar á valmöguleikum eins og í hverjum
leik. Síðan er auðvitað ekkert veraldarkort, það er semsagt
sama stærðinn á persónunum og umhverfinu gegnum allan leikinn
hehe.
Eg hef heyrt að það tekur ekki það langan tíma að klára hann
miðað við hina, eða um 35 tíma sem mér finnst frekar slæmt
afþví mér fannst það einn af kostum Final Fantasy leikjanna
hvað þeir eru endinga miklir. Annars held það fer eftir hvernig
þú spilar hann, persónulega reyni eg að gera allt sem hægt er
að gera, það ætti trúlega að taka meira en 35 tíma!
Fyrir utan þetta þá held eg að enginn Final Fantasy aðdáandi
verði fyrir vonbrigðum með þessa stóru breytingu í Final fantasy
seríuinni, eg varð það allvega ekki þvert á móti!