FINAL FANTASY vs. DUNGEONS & DRAGONS Sælir allir nördar nær og fjær.

Eins og margir vita þá eru leikir líkt og Final Fantasy (Crpg - Computer Role playing game) komnir af spunaspils kerfum (Rpg - Role playing game) og ber þar helst að nefna Dungeons & Dragons, sem elsta og útbreyddasta spunaspil í heimi.

Final Fantasy og aðrir svipaðir leikir tóku gríðarlegan bita úr spunaspils-pengingavélinni 1980+ og hafa svokölluð “pen & paper” kerfi (svosem Dungeons & Dragons = D&D) átt undir högg að sækja síðan þessi fast paced tölvuleikjaþróun nauðgaði öllum afþreyingarmarkaðnum með auðmeltanlegri og skjótari spilun en spunaspilskerfin báðu upp á, sem gaf heilli kynslóð alvarlegan athyglisbrest, að svo virðist vera.

Líkt og Final Fantasy er D&D komið út í nokkrum “sequels”, þar sem kerfinu er breytt og það betrumbætt. Núna er úti útgáfa 3.5 af kerfinu sem þykir það fullkomnasta til þessa.

Það hefur nú ekki verið mikill rýgur hérna á milli, þar sem Wizards of the coast (D&D+) og Squaresoft (FF) eru kannski ekki að keppast um sama markað, ekki nema bara útaf hugbúnaðar fyrirtækjunum Black Isle og Obsidian, sem hafa gert D&D tölvuleiki fyrir Wotc. Þó aðalega hefur skortað almennilega rýg hérna vegna þess hve ólík þessi kerfi eru.

Þó er mögulega litið niður á Final Fantasy af hardcore pen & paper aðdáendum bæði vegna þess hvað FF er einfalt (miðað við flókin kerfi eins og D&D) og hvað leikirnir bjóða upp á lítið frelsi. Pen & paper gengur allt út á frelsi.

Hérna er smá grín tekið á kostnað Final Fantasy seríunar í myndasögunni “Order of the stick” sem að gerist í heimi þar sem D&D kerfið er við lýði. Mjög fyndin web-com

http://www.giantitp.com/comics/oots0388.html


Hérna er annað fyndið dæmi, þar sem gömul Final Fantasy Grafík er notuð til þess að gera grín að Dungeons & Dragons:

http://www.cybermoonstudios.com/8bitDandD.swf

Ég hef séð nokkrar útgáfur af þessu. Finnst þetta alltaf jafn fyndið :)


En ástæðan fyrir því að ég er að taka mér tíman í að skrifa þessa lítið merkilegu grein, er sú að nú hefur einn sá harðasti aðdáenda beggja sería (D&D og FF) notað 10 ár af lífi sínu í að leyfa okkur að fá að njóta báðum seríunnum (fkn fallbeying…) í einu! :D

Mig langar að þakka Raidzuo hjartanlega fyrir að hafa gert 100+ bls guide til þess að setja Final Fantasy inn í Dungeons & Dragons kerfið, þar sem hverjum og einum er frjálst að ná sér í frítt! og búa til sína eigin epísku Final Fantasy sögu með vinum sínum.

Þetta er eins og draumur fyrir mjög marga sem finnast þeir ekki getað fengið nóg af FF og hjálpar til við að gera biðina að næsta leik styttri.

Hérna er bókin sem hann gerði*:
http://boards1.wizards.com/leaving.php?destination=http://www.deviantart.com/deviation/40917580/

*Ath. þetta er Pdf. skjal sem þarf að opna með t.d. “adobe reader” sem fæst ókeypis á netinu.


Þessi yfirfæring (conversion) frá Final Fantasy til Dungeons & Dragons styðst við 3 grunnbækur D&D:
Players Handbook,
Monsters Manual og
Dungeon Masters Guide.Til að vita meira um Dungeons & Dragons ætla ég shamelessly að promote´a sjálfan mig með þessum link sem að útskýrir D&D nokkuð vel fyrir þá sem ekki þekkja það:

http://www.hugi.is/spunaspil/articles.php?page=view&contentId=4374326


Skemmtið ykkur vel með þetta :)