Þar sem mjög lítið er komið um þessa leiki og flest sem ég byggi þessa grein á hefur verið þýtt úr japönsku (hversu vel veit ég ekki) svo margt hérna gæti verið vitlaust.

Fyrir jól komu út nýir trailerar fyrir Final Fantasy XIII og Versus á Jump Festa.
Með því að skoða skannaðar blaðagreinar og lesa lýsingu á þessum trailerum náði ég í efni fyrir heila grein um þessa leiki.

Final Fantasy XIII

Final Fantasy XIII gerist í “tveimur” heimum. Cocoon og Pulse.
Í Cocoon er staður sem er verndaður af kristölum - sem gera líf íbúanna auðveldara - og heilum her (væntanlega hermennirnir úr gamla trailernum.) Cocoon er byggð fljúgandi upp í himninum. Fyrir íbúum Cocoon er Pulse hættulegur staður og hver sem fer þangað má ekki snúa aftur. Cocoon er ráðið af ríkisstjórn sem notar kristallana til að fá fólk til að hlíða sér.
Pulse er staður þar sem fólk lifir í stöðugum ótta við skrímsli. Pulse er í raun jörðin og það sem er ekki fljúgandi.
Það sem sást í seinasta trailer var þegar að Lighting barðist við hermenn m.a. í lest sem var að flytja hettu klædda menn. Þessir menn höfðu komist í snertingu við
Pulse og þurfti því að refsa þeim og var verið að flytja þá þangað.

Battle systemið mun vera “eins líkt FF VII: Advent Children og hægt er í tölvuleik.”

Persónur:

Lightning
Hún er líklega ekki aðal-persónan þótt það líti út fyrir það núna.
Hún man lítið sem ekkert eftir fortíð sinni og Lightning er þá væntanlega ekki hennar rétta nafn.
Hún hefur einhverskonar gunblade að vopni. Hún getur skipt yfir á byssu og sverð með því eins og sást í gamla trailernum.
Hún á að vera valdur að heimsendi. Þó ég viti ekki hvernig það á að gerast…

???
Ljóshærður gaur með bandana í gráum jakka sem minnir á óvenju massaðan Seifer (þó ég hafi ekki séð mikið af honum.)
Hann keyrir um á mótorhjóli sem (belive it or not) er búið til úr tveimur Shivum… já Shivum eins og summoninn. Þá verður hægt að keyra hjólinu sjálfur.

Ég verð að segja að ég er mjög spenntur yfir þessum leik. Ég var aldrei mjög spenntur fyrir FF XII en fólk sagði mér að það væri bara vitleysa en þegar ég prófaði hann var hann mikil vonbrigði (samt fínn.) Skyldi þessi þá ekki bara verða góður? Ha? Ha?…

Final Fantasy Versus XIII

Ég myndi þá giska á að battle systemið væri meira í líkingu við Kingdom Hearts þar sem KH teamið er að gera leikinn.

Aðalpersónan í þessum leik er konungur eða prins.
Leikurinn gerist á stað þar sem tvö lönd hafa verið í stríði langa lengi. Aðalpersónan ræður yfir því landi sem hefur krystalanna. Hitt landið vill krystalana. Svo þeir ráðast inn í “okkar” land og “aðalerinn” þarf að grípa til vopna.
Þegar aðal-persónan er í bardaga verða augun hans rauð. Þegar hann hoppar (?) verður hárið hans hvítt - las ég einhverstaðar.

Ég veit ekkert hvað mér á að finnast um þennan leik. Hann hljómar mjög undarlega. Gæti orðið slæmur, gæti orðið góður.


Upplýsingar fengnar á:
IGN,
Final Fantasy Insider
Og Wikipedia.