Afhverju allt þetta hatur? Hef lengi verið að spá afhverju fólk er með svona SVAKALEGA mismunandi skoðanir á FF9. fór á netið, las nokkrar greinar og spilaði leikina (aftur) og held að ég sé kominn að niðurstöðu.
FF7 skeður í svona dáldið framtíðar heimi eða meira svona “Alternetive-Universe” það sem olía er life-stream og það er magic og stuff. í leiknum eru nokkrar ómenskar persónur þ.e.a.s. Red XIII og Cait Sith (kanski vitlaust skrifað) en að öðru leiti alveg mennskt lið. mjög svartur heimur þar sem allt er nú þegar farið til fjandans mikið af vélum og “the corporation” er stjórnandi landinu, allt mjög spillt og ílla farið.
FF8 er (að mínu mati) í mjög undarlegu umhverfi það er tækni vætt en það er undarlega ekkert lýkt okkar heim (af mínu mati) jú það virðist vera svona okkar heimur ef allt væri rafmagn knúið, en samt… ekki… en allavega. Það eru galdrar og fun í leiknum en alveg nýtt system (sem heillaði suma en aðrir nenntu ekki að hugsa svona mikið (eins og ég :D)) en hérna kemur bomban, Það er BARA humans í liðinu þínu, það er ekkert magic creature í liðinu.
FF9 leikurinn hinsvegar snýr öllu við. það eru næstum engar vélar í þessum leik ólíkt hinum 2 leikjunum og er heimurinn mjög magical. hann er næstum allur grasi og skógi gróinn. liðið er Allt öðrvísi en vant er, eru 4 magical fólk í liðinu þínu, eru þar Zidane sem er með skot (ættla ekki út í af hverju, nenni ekki að spoil-a) Freyja er af eithverju rottu race-i sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, Quenna er eithverskonar mathákar race sem er ekkert farið út í og virðist vera bara 2 eftir það er Quenna og bróðir eða faðir þess (kom ALDREI fram hvaða kyn það var), og síðast en ekki síst… VIVI caracter-inn sem allir elska (eða næstum allir) og eiko. þar með er helmingurinn af liðinu ekki human, meira segja aðal-caracterinn.
þarna sést greinilega að FF9 er mjög frábrugðinn hinum 2 leikjunum. líka er annað sem ég hef tekið eftir er að það skiftir líka miklu hvaða leik fólk spilaði fyrst, þ.e.a.s. ef þú spilaðir ff7 fyrst þá lýklega spilaðiru FF8 á undan 9 og líkaðir ekki mjög vel við 9. ef þú spilaðir 8 fyrst þá spilaðiru lýklega 7 næst og 9 svo og þar með lýkaðir ekki svo vel við 9. EN ef þú spilaðir 9 fyrst þá er mjög óregglulegt hvaða leik þú spilaðir næst en endaði venjulega á því að þér lýkar annaðhvort ekki vel við 8 eða fannst hann bara fínn.

ég veit að þetta á ekki við um alla. en hefur þetta verið svona algengt tilfelli þar sem ég hef verið að safna upplýsingum (s.s. forums á öðrum síðum.)

en það væri gaman að fá smá feed back um hvað ykkur finnst.

allavega trúi því ekki að ég hafi virkilega nennt að skrifa þetta allt í kvöld og á enþá eftir að fara yfir þetta allt áður en ég sendi þetta inn.
Why be somebody else when you can be your self.