Final fantasy VIII. Er það rugl í mér eða hafa fáar svona greinar komið um Final fantasy VIII;) …mér finnst vera of fáir sem að hafa spilað þennan leik til enda á þessu áhugamáli, og langaði þá að fræða ykkur um hann aðeins.

Final fantasy VIII var annar leikurinn sem að ég spilaði til enda í final fantasy seríunni.
Ég átti final fantasy I þegar ég var möög lítil (eða réttara sagt bróðir minn) og ég hafði eikkvað fíflast í honum þótt ég hafði ekki gert neitt af viti þar.
Final fantasy VIII er algjört meistaraverk frá byrjun til enda og er númer 2 hjá mér yfir þá bestu.

Nokkuð margt breyttist frá fyrri leikjum varðandi gameplay. Þessi leikur snýst mikið út magic og GF (garden fighter). Maður “draw-ar” magic og spells af óvinum, og svo eru draw-points út um allan heiminn (tók svolitla stund að venjast).
Junction-systemið í leiknum er dáldið klaufalegt en áhugavert þar sem að þú hækkar statistics og færð abilities hjá characterunum með því að attacha magic spella við þá. Þetta tekur kannski langan tíma að læra, en ef að maður nennir að leggja það á sig að fullkomna það, þá opnast upp mjög margir skemmtilegir strategy möguleikar seinna í leiknum sem að er gaman að prófa;) (ómissandi partur í að fullkomna leikinn)

Það eru margir sem að hata junction-systemið í þessum leik en mér finnst það frábært. Það sem að var kannski síðst við það var að persónurnar urðu að vera equippaðar með allavena einn GF ef þær áttu að geta notað magic, items eða i raun bara gert eikkvað í bardaga.
Svo líka það að notkun GF er allt of mikil og þörf í bardögum, og þar sem að myndböndin sem að fylgdu þeim voru oft mjög löng (tala nú ekki um Eden…) þá lengdi þetta bardagana töluvert mikið.

Tónlistin í leiknum er yndisleg þótt að Uematsu sé kannski aðeins farin að dala eftir SNES leikina (IV, V og VI) sem að tónlistin er laangbest í:) En Nobuo Uematsu er alltaf snillingur sama hvaðan tónlistin hans kemur. ..ógleymanleg lög í Final Fantasy VIII eru Eyes on me, The Extreme, Balamb garden, Succession of witches og fithos, luces, wecos, vinosec.


Þessi leikur byrjar í svona military acadamy sem að kallast Balamb Garden. Þar eru nemendurnir Squall Leonheart, Zell Dincht, Selphie Tilmitt, Quistis Trepe, Rinoa Heartilly og Seifer Almasy send í Mssion Fyrir SeeD til að hjálpa ákveðnum organization í stríði við Galbadia.
Þegar ég byrjaði á þessum leik leist mér ekkert á söguna, en sem betur fer þá hélt ég áfram að spila. Eftir svona 20klst spilun twistaðist plottið ótrúlega mikið, og maður endaði leikin með því að gera hluti sem að tengdust ekkert fyrstu klukkutímunum. Persónusköpunin er líka einstaklega góð og maður fylgist með persónunum þroskast í gegnum alla þessa löngu sögu, sem að helst alltaf spennandi og skemmtileg þrátt fyrir að vera langdregin. (Ég hef aldrei spilað neinn final fantasy leik í eins marga klukkutíma og þennan.)

Þið sem eigið eftir að klára þennan leik endilega gerið það og ekki gefast upp strax því að ég lofa að ef að ykkur finnst byrjunin ekki skemmtileg þá eigið þið samt eftir að elska þennan leik þegar þið eruð komin lengra. Það er bara ekki hægt annað…:)