The Black Mages II: The Skies Above Um leið og ég frétti að The Black Mages II: The Skies Above væri kominn út, fór ég á gamemusic.com til þess að næla mér í eintak. Mér til mikillar furðu var hann strax uppseldur á vefsíðunni! Aðeins nokkrum dögum eftir að þeir fengu hann. Ég beið þolinmóður í nokkra daga þar til ég fékk e-mail frá síðunni sem tilkynnti mér að þeir væru komnir með nýja sendingu. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og pantaði eintak. Sirka mánuði seinna kom pakkin í (sem betur fer) stórgóðu ásigkomulagi. Ég var ekki lengi að opna pakkan og skoða diskinn. Ég hafði skoðað hið stórfenglega artwork sem diskurinn hefur uppá að bjóða aftur og aftur á netinu, löngu áður en diskurinn kom út, en það var samt allt önnur upplifun að fá að fletta í gegnum booklettið og skoða áferðina á stöfunum með eigin höndum og augum. Ég skellti diskum í græjurnar og byrjaði að hlusta……

The Rocking Grounds (FFIII): Eins og flestir þá hef ég ekki spilað Final Fantasy III, en það kemur ekki í veg fyrir alveg brilliant opnunarlag. Lagið einkennist mikið af Power-gítar-melodíum og sólóum í bland við dynjandi orgel. Frekar bjart og heilsteypt lag. Kemur manni í stuðið.

Zeromus (FFIV): Hérna fer maður í þyngra stuff. Meiri riff og gítar-sqeal. Orgelið er ekki jafn áberandi. Því miður hef ég ekki komist svo lagt inn í FFIV til að heyra Zeromus in-game. Þettar lag er í bottom-five á disknum, en samt sem áður magnað lag.

Vamo 'Alla Flamenco (FFIX): JÁ, JÁ, JÁ!!! Þetta er málið! Ég saknaði sárt allrar tónlistar úr FFIX á fyrsta disknum en hérna bætir Uematsu-san það allt upp. Það er búið að bæta þetta snilldar lag um helling með því að setja inn break-down, orgelsóló og allan andskotann! Þetta lag er í top-five á disknum, enginn vafi.

Hunter's Chance (FFIX): Strax á eftir kemur annað lag úr FFIX. Hver man ekki eftir Festival of the Hunt í Lindblum? Ég get honestly sagt að þessi útfærsla sé betri en upprunalega. Samt finnst mér að TBM hefðu átt að taka Dark Messenger í staðin, but that’s just me talking. 

Otherworld (FFX): Allt í lagi… þetta lag kemur mjööög á óvart. Þegar maður á von á að death metal söngurinn kikki inn heyrir maður í konu syngja melodíska laglínu. Ég var svo hissa að ég missti næstum kókið mitt. Það er búið að bæta lagið um helling. Það er komið flott forspil á undan “bara-BÁÁÁÁÁNG!!!” “bara-BAAAAANG!!!” kaflanum, svo er komið sóló og allur andskotinn. Snilldin ein!
…japanskur hreimur er fyndinn :D

Matoya's Cave (FFI): Þá er komið að uppáhalds laginu mínu með TBM… Matoya’s Cave… ussssss… Þeir sem muna eftir FFI hljóta að elska þetta lag. Það er ekki annað hægt. Laginu hefur verið breytt úr 8-bit Nintendo-oldskool blíbbs og blobbs lagi yfir í magnaða power metal ballöðu. Það heldur maður að minnsta kosti þangað til Uematsu kikkar inn með blús orgel sóló eins og þrumu úr heiðskýru lofti. Þetta lag er gull frá byrjun til enda. Uppáhalds lagið mitt á plötunni.

The Man with the Machine Gun (FFVIII): And off we go! Þegar maður er nýbúinn að þetta tárin eftir Matoya’s Cave kemur þessi hressi metal slagari fullur af sólóum, bæði gítars og hljómborðs. Svo eru alveg mögnuð trommu breakdown hér og þar í laginu. Go Laguna!!!

Maybe I’m a Lion (FFVII): Ultimacia var kanski slappur villian en DAMN GIRL! Hún var með magnað endakallalag. Þegar ég skoðaði tracklistið fyrst efaðist ég um að Uematsu og félagar gætu gert góða metalútgáfu af þessu lagi… how wrong I was. Frá því að lagið byrjar og þangað til það endar langar manni til að hoppa um slammandi og beat the shit out of ýminduðum gítar. Þegar kemur að því að útfæra lög stendur Maybe I’m a Lion fremst.

Battle with the Four Fiends (FFIV): Annað lag úr FFIV sem ég hef ekki kynnst áður fyrr. Samt sem áður mjög flott lag (eins og allt annað á þessari blessuðu plötu). Orgelið fær að skína hér. Lagið er í heild sinni frekar afslappað þrátt fyrir að vera eitt af þessum “riff-tastic” TBM lögum. Enda er það aðallega til þess að róa mann niður fyrir…

The Skies Above (FFX): To Zanarkand… lagið sem allir elska kemur hér í nýjum og stórkostlegum búningi. The Skies Above byrjar á upprunalegu píanóútgáfunni og þagnar svo í smá stund. Svo kemur alvaran. Það kikkar inn magnað riff og svo fylgja trommur eftir. Og svo… SPAAAAAAARKS FROM THE FIIIIIIREEEEE RIIIISE UUUUUP TOOOO THE SKIIIEEES!!! Já, það getur vel verið að sumir hafi stoppað lagið og brennt diskinn þegar þessi umdælda tenorrödd í falsettu fyllir eyra og íbúð. Mér finnst þetta samt gott. Aðallega af því að sönglínan í TSA er skíterfið og krefst andskoti mikils krafts. Ég held að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. Þetta byrjar að vera vel þolanlegt eftir fjórar til fimm hlustanir. Give it a chance, will ya? Svo er líka of margt stórkostlegt í þessu lagi til þess að láta herra sull skemma það fyrir sér (já, gaurinn sem syngur þetta heitir Mr. Goo. Laugh all you want).

Blue Blast – Winning the Rainbow: Þetta er frekar dularfullt lag. Ég las einhverstaðar að þetta væri þemalagið hjá einhverjum japönskum glímukappa (wtf?), samt finnst mér það alltof FF-legt til þess. Annarhvort er þetta feit útfærsla eða frumsamið. Það kemur samt ekki í veg fyrir að þetta sé geeeeðveikt lag. Stórkostlegur gítar í því. Flott endalag.

Samantekt: Einn drullu fokkin góður diskur! Líklega besta FF arrangement platan sem gerð hefur verið! Diskurinn er ákaflega vel prodúseraður og lagavalið og uppsetningin er óaðfinnanleg. Einnig tekst TBM að fara mun víðar í tónlistarvalinu en þeir gerðu á fyrri disknum og fáum við að heyra tónlistaráhrif allt frá blús upp í popp. Bravó! Ég tek að ofan fyrir Uematsu og öllum þeim sem komu að gerð plötunnar. Bravó!!

Einkunn: 9/10

-Namingway & mephistopheles
we got motherfucking