Fortíð Clouds Hér eru skrif um hina myrku og dularfullu fortíð Clouds. Þetta er c/p af síðunni minni en þar gerði ég það sjálfur þannig að þetta er bara svona öðruvísi uppsetning. Ég vildi að allir gætu skoðað hana hér á Huga… eða, nei, ég er bara að fá stig ;P Smá grín, ef þið hafið ekki tekið því mjög alvarlega. En alla vega, here goes! *CLEARS THROAT*


Ein af mestu ráðgátum Final Fantasy leikjanna er hver fortíð Clouds er. Er hann klón Sephiroths? Er hann mannlegur? Töff koll. Til að svala forvitni ykkar þá hef ég sett hér kenningu sem nokkrir hafa sett fram og þá kenningu sem mér finnst líklegust. Þetta er SPOILER dauðans ef þú vilt ekki fá svarið auðveldlega.

*****SPOILER*****

Upphaflega yfirgaf Cloud Nibelheim til að join-a SOLDIER. Hvað sem því líður þá var hann ekki nógu og góður og varð bara venjulegur meðlimur. Meðan á því stóð vingaðist hann við Zack, SOLDIER meðlim. Þeir voru ráðnir til að fara með Sephiroth, besta SOLDIER meðlimnum, til Nibelheim “reactor”. Cloud, of skömmustulegur til að viðurkenna misgengi sitt fyrir vinum sinum og vandamönnum, hélt grímu sinni á sér þangað til að þeir komu. Hann stoppar þó til að tala við móður sina. Þegar þeir koma að “reactor”, er það Cloud sem heldur sig úti og verndar Tifu. Inni, finnur Sephiroth Jenovu og hann áttar sig á plottinu. Hann einangrar sig á bókasafni “mansion-sins”, og endar það með því að hann rústar bænum í reiði sinni. Zack og Cloud elta hann að “reactor-num”. Þegar þeir koma þá ræðst Sephiroth á Tifu. Zack eltir hann en Cloud ber Tifu burt, og heldur þannig gamla loforð sitt við Tifu. Zack og Sephiroth keppa, og Sephiroth rústar honum svo Zack meiðist alvarlega. Sephiroth fer með Masamune í annarri hendinni og sært höfuð Jenovu í hinni. Zack hvetur Cloud til að drepa Sephiroth svo Cloud tekur sverð Zacks og hleypur að Sephiroth. Þegar Cloud kemur að Sephiroth þá stingur Sephiroth Cloud. Sephiroth heldur að Cloud sé dáinn og heldur niður í bæ (lol). Allt í einu grípur Cloud í sverð Sephiroths og hendir honum í vatnskennda Mako orkuna. (sem þýðir að sá Sephiroth sem þú hefur verið að elta í leiknum er aðeins klón gert af Hojo) Cloud fellur svo í jörðina. Nokkrir vísindamenn finna Cloud og Zack og reyna að græða þá aftur til lífs með því að láta þá í glasahólf í hólfum Jenovu. Cloud lífgast aftur við og einnig Zack. Meðan á því stóð voru Cloud og Zack tengdir saman, sem útskýrir afhverju Cloud hefur sumar minningar Zacks og sér sjálfan sig stundum í hlutverki Zacks. Það útskýrir einnig Mako augu hans. Þeir böðuðu hann i Mako orku svo það er ekki skrítið. Um síðir ná þeir að flýja í matartímanum. Þeir flýja Nibelheim og skakklappast til Midgar. Þar ákveða þeir að verða málaliðar. Þó finna Shinra verðir þá og skjóta Zack sem deyr samstundis. Cloud nær þó að lifa af, særður. Hann kemst þó til Midgar þar sem hann nær heilsu. 5 árum síðar finnur hann Tifu á lestarstöðinni. Hún mistekur hann fyrir Zack fyrst, enda eru þeir mjög líkir í útliti og gjörðum (útkoman eftir dvölina hjá vísindamönnunum). Hún sannfærir Cloud um að ganga til liðs við AVALANCHE, og þar hefst sagan. Sumir trúa því að Klón-Sephiroth sé í rauninni Zack. Ég trúi því þó ekki út af því að það eru engar sannanir fyrir því.

There you have it. Þetta er sannleikurinn um fortíð Clouds. Hann er mannlegur, var aldrei í SOLDIER og hann drap Sephiroth.


Ég vona að ykkur misbjóði ekki við slettum eins og “mansion-ins” og “reactors-ins” því það er ekkert gott íslenskt orð til yfir “mansion” sem nær merkingunni fullkomlega. Og eftir að hafa lesið reactor margoft í leiknum þá fer maður ekki að segja kjarnakljúfur 7 árum síðar *L* Takk fyrir að lesa, ef þið lásuð, scrolluðuð ekki bara hratt niður.

LPFAN