Jamm, jamm og jæja. Ég fjárfesti í Final Fantasy VIII Official Strategy Guide frá BradyGames um daginn. Þar er að finna afar nákvæmar og góðar leiðbeiningar hvernig á að sigra Omega Weapon, sem er erfiðasta monster í öllum leiknum, ef ekki í öllum leikjunum. Ég tók mig til og þýddi leiðbeiningarnar fyrir þá sem hafa ekki enn sigrast á skepnunni (it’s a tough nut to crack). Og ég vil einnig byðjast fyrirfram afsökunar á þeirri grófu misnotkun á okkar ágætu tungu sem nú mun fyrir augu bera. Hérna kemur það…..

___________________________________________ __________________________

AÐ FINNA OMEGA WEAPON

Omega Weapon er að finna í Ultimecia’s Castle. Farðu með aðal-partyið þitt í garðinn þar sem er stór gosbrunnur. Það er skiptipunktur nálægt gosbrunninum (grænn hringur). Skildu aðal-partyið eftir á punktinum, og skiptu yfir í auka-partyið, þú ættir þá að vera staddur í anddyrinu á kastalanum. Yfirgefðu andyrið í gegnum hurðina, uppi, hægra megin í herberginu. Það er stór bjalla uppi í loftinu í næsta herbergi. Til að summona Omega Weapon verður þú að hringja bjöllunni. Til að gera það, láttu leaderinn í auka-partyinu toga í reipið sem hengur niður úr loftinu þar sem tröppurnar mæta gólfinu.

Þegar togað er í reipið birtist timer í vinstra, efra horninu á skjánum. Timerinn segir til um hversu mikinn tíma þú hefur til að finna Omega Weapon og hefja bardagann. Eftir að hafa togað í reipið, rushaðu þá auka-partyinu á skiptipunktinn í þessu sama herbergi og skiptu yfir í aðal-partyið. Hlauptu þá framhjá gosbrunninum og inn í herbergið þar sem stóra orgelið er og voila! Ógurlegasta ófreskja leiksins stendur fyrir framan þig í öllu sínu veldi! Til að hefja bardagann skaltu einfaldlega hlaupa inn í kvikindið.

UNDIRBÚNINGUR

Þetta er enginn venjulegur bardagi, svo þú verður að skipuleggja þig vel og gera þig klárann fyrirfram. Áður en bjöllunni er hringt skaltu taka þér smá tíma í að refina fáein item úr kortum, raða bæði spells og items, upgreida vopnin þín, og ganga í skugga um að allir séu við hesta heilsu.

Notaðu Card Mod ability til að refina 100 megaelixirs úr Bahamut kortinu, 100 LuvLuvGs úr Chubby Chocobo kortinu, og 10 Holy War úr Gilgamesh kortinu. Færðu Megaelixirs og Holy Wars fremst í item listann þinn. Notaðu svo 100 LuvLuvGs á alla karakterana í aðal-partyinu þínu svo að hver einasti sé með fullt í compability við alla GF sem hann hefur Junctionað. Þú þarft nefninlega að vera mjög snöggur að summona GF á móti Omega Weapon.

Skoðaðu næst Junctionið hjá partyinu þínu. Settu 100 Death í Stat-Def hjá hverjum einasta member, því að Omega Weapon opnar bardagann með lvl 5 Death (ég geri þá ráð fyrir því að allir party members séu á lvl 100) því annars líkur þá bardaganum áður en hann byrjar. Skoðaðu líka Command Abilities hjá partyinu. Vertu viss um að allir geti summonað GF og dregið spells. Einnig skaltu hafa tvo til að kasta göldrum og einhvern sem getur notað item. Svo væri ekki vitlaust að láta e-n geta notað Recover eða Revive ability.

Vertu síðan viss um að fjarlægja alla Bonus eða Mug abilities. Settu í staðinn abilities sem hækka stats hjá karakterunum og með áherslu á Speed, Strenght og Magic. Þú gætir líka stillt inn abilities eins og Auto-Potion eða Auto-Haste, en láttu vera að nota Auto-Reflect.

Gakktu í skugga um að Squall hafi ultimate-gunbleidið sitt þ.e. Lion Heart. Það gerir honum kleift að framkvæma Lion Heart Limit Breikið, sem getur dílað allt að 100,000 damage á hvern sem verður fyrir því (Renzokuken ekki talið með). Ef Zell og Irvine eru í partyinu þá skaltu líka upgreida vopnin þeirra því að þeir nota þau í Limit Breikin sín. Kvenkyns karakterar í partyinu þurfa hinsvegar ekki þessar uppfærslur, hví? jú, vegna þess að þær munu ekkert nota vopnin sín í gegnum allan bardagann, svo að auka uppfærslur eru ekki nauðsynlegar.

Gáðu því næst að GF-unum þínum. Vertu viss um að Cerberus, Eden og Doomtrain séu allir Junctionaðir í karakter sem tekur þátt í bardaganum, einn á mann, því að þú átt eftir að þurfa að summona þá alla í einu. Það er líka MJÖG nauðsynlegt að Squall sé EKKI með Eden Junctionað, vegna þess að Squall mun hafa í öðru að snúast.

Vertu síðan viss um að hafa smá supply af Aura (amk 18) í Magic inventory hjá karakter sem getur kastað spells. Það er líka gáfulegt að eiga supply af Full-Life og Curaga til vonar og vara.

Þetta ætti að duga! Ef þú hefur farið eftir þessu áttu mjög góða möguleika til þess að sigra Omega Weapon, jafnvel í fyrstu tilraun, ef ekkert fer úrskeiðis.

OMEGA WEAPON VS. ÞÚ

Leifðu mér að byrja á því að mæla með party. Zell og Squall er næstum því möst að hafa, og þriðji karakterinn gæti verið Rinoa eða Irvine (ég nota Irvine, Hyper Shot rúlar!). Láttu Zell hafa Eden og Item Command Ability. Láttu Irvine/Rinoa hafa Magic Command Ability og Doomtrain. Láttu svo Squall hafa Cerberus og Magic Command Ability. Það fer auðvitað mikið meiri vinna í að setja þetta upp, en þetta er aðeins það helsta. Þú þarft ekki að setja þetta nákvæmlega svona upp, en ég mæli samt sterklega með því.

Þegar bardaginn hefst skaltu summona Doomtrain, Cerberus og Eden á meðan Omega Weapon kastar lvl 5 Death, en EKKI boosta Doomtrain vegna þess að Omega Weapon absorbar árásina, en það veikir samt defensið. Þetta mun gera þér kleift að valda tvöfalt meiri physical skaða en ella, sem er gott fyrir t.d. Lion Heart. Cerberus mun síðan kasta Double og Triple á allt partyið og síðast en ekki síst mun Eden gera fyrstu árásina í bardaganum og díla serious damage á Omega Weapon. Boost er nauðsyn.

Eftir að Guardian Forces gera sitt gagn skaltu láta spellcaster kasta Aura á alla party members. Nú munu þeir tveir karakterar sem eru ekki að summona Eden gera árás á Omega Weapon að fullum krafti með endurteknum Limit Breaks, ef heppnin er með þér muntu ná nokkrum Lion Heart.

Með Aura til staðar, skaltu þá láta karakterinn með Item Command Ability nota Holy War á allt partyið. Þetta mun gera þig tímabundið ósigrandi. Það er mikilvægt að gera þetta eftir að Aura er kastað, því að Holy War blokkar spells. Án Aura muntu þurfa að reiða þig meira á GF og öfluga spells.

Ef þú hefur fylgt tillögum mínum mun Zell constantly summona Eden eftir að hafa notað Holy War og Squall og Rinoa/Irvine munu Byrja að nota Limit Breikin. Vertu viss um að ef þú notar Rinoa, skaltu alls ekki nota Angel Wings, vegna þess að þú hefur ekki efni á að missa stjórn á henni í bardaganum.


Allir ættu að endurtaka þetta þangað til að annaðhvort Holy War eða Aura hættir að virka. Það er dæmigert að Aura hætti á undan Holy War og þá er lítið hægt að aðhafast. Nema… Þá getur þú notað tækifærið til að draga öfluga spells frá Omega Weapon, sem hefur Ultima, Holy, Flare og Meteor. Þetta er eitt besta tækifærið í leiknum til þess að eignast 100 Ultima.

Þegar áhrifin af Holy War deyja út, skaltu aftur kasta Aura í hvelli og nota annað Holy War. Endurtaktu þetta aftur og aftur og aftur þangað til Omega Weapon Liggur í valnum. Þessi bardagi MUN taka langan tíma hvernig sem farið er að, þannig að þolinmæðina verður að setja í fyrsta sæti. Og ef þessu er nákvæmlega fylgt getur þú ekki tapað, nema eitthvað fari hryllilega úrskeiðis.

Fyrir að sigrast á Omega Weapon hlýtur þú Tree Stars að launum, sem er reyndar allt of lítið fyrir jafn erfiðan bardaga og raun ber vitni. But life's a bitch! (svo er líka gaman að heilla vinina…sad)

______________________________________ _______________________________


Ég vill leggja áherslu á að þetta eru orð David Cassady’s, gaursins sem skrifaði bókina, ekki mín, þó svo að ég hafi þýtt ósköpin. Það er líka vert að nefna að það er engin ein leið til að sigra Omega Weapon, en þessi er mjög áhrifarík og virkar. Til dæmis vann ég Omega Weapon í fyrsta skiptið án þess að nota Cerberus, Doomtrain, Eden né Holy War. Það tók mig þar af leiðandi allan daginn og bardaginn sjálfur tók 40mín (Phoenix bjargaði mér tvisvar!).

Til gamans má síðan geta að það er hægt að drepa skepnuna með one hit K.O. með því að nota ultimate Limit Breikið hennar Selphie… það er samt svo laaammeee….

TakkTakk… vona að e-r hafi gagn af.