This is Giggicool, brining you all the latest news you need to escape from your pathetic little lives (sagt með ómannlega enskum hreim). Smá kaldhæðni.

Jæja, ég hef verið að hugsa um þetta sem fólk er að segja um fall FF leikjanna. Að Square sé að verða peningamaskína sem hugsar ekki lengur um gæði leikjanna, heldur peningana.
Er það satt? Sumir virðast halda það. Sjálfur veit ég ekki hvað ég á að segja. Ég hef aldrei spilað FF leik sem ég fílaði ekki, fyrir utan FFII. Ég hef lesið pósta, greinar, skoðanir hægri vinstri, og svo mörg rök í báðar áttir að ég er orðinn ringlaður. Hvað er að gerast? Við vitum það ekki. Kannski eru Square-Enix að gera sitt besta, sama hversu mikla peninga þeir græða. Kannski er (að sumum finnst) lækkandi gæði leikjanna bara hækkandi gæðastuðlar okkar. Hver veit?

Sumir segja að FFX-2 marki botninn. Aðrir segja hann upphefð fyrir seríuna. Sumir segja að FF leikir hafi verið að verða lélegri síðan þeir skiptu yfir í þrívídd. Aðrir segja að FF7, 8 og 9 hafi verið tindurinn og FFX og X-2 séu skref aftur á bak. Hver veit?

Fyrir nokkru gáfu þeir út FFXI. Það er netleikur og bara netleikur. Persónulega finnst mér það skref afturábak, þar sem að netleikir kosta mjög mikinn pening. Þó að það kunni einungis að vera, eins og einhver huganotandi sagði, of lítill skortur á peningaleysi hjá mér. Mér finnst að leikirnir eigi að vera Single player, þeir eru bestir þannig. All veganna finnst mér botninum vera náð með FFXI. Það er bara mín skoðun, ekkert marktækt við það. Ég fíla bara ekki það að þurfa að borga stórfé fyrir það að spila mína leiki. Það er peningaplokk.

Svo er ég líka að velta því fyrir mér, ætli Enix hafi eitthvað að gera með þetta? Gerði samruninn við Enix Square illt? Er peningagræðgin komin frá Enix? Eru kindurnar að taka yfir heiminum? Spyr ég of margra spurninga?

Ég er ekkert viss um það að samruninn við Enix hafi gert eitthvað gott. Þessir leikir hafa aldrei valdið mér vonbrigðum án Enix. Til hvers þurftu Squaresoft Enix? Fyrir peninga? Ef svo er, þá eru tveir möguleikar í dæminu, annaðhvort að þá vantaði fjármagn eða þá að Squaresoft urðu gráðugir. Þar sem að Square er ríkt fyrirtæki stórefast ég um fyrri kostinn.
Svo gæti það verið að Square vantaði liðsafla til að gera betri leiki. Ef að svo er var samruninn góður og eitthvað ætti að verða varið í FFXII. En við vitum ekki hvað vakir fyrir þessu fólki, hvernig það hugsar. Svo að hér ríkir óvissa.

Nú hef ég ekki meira að segja, svo að ég þarf að finna eitthvað gáfulegt til að enda þetta á………………neibb, mér dettur ekkert í hug.

Godspeed, Giggicool.