Final Fantasy X-2 - Gagnrýni Heilir.

Akkúrat á þessum degi fyrir tveim vikum gerðist það kraftaverk að Guð almáttugur ákvað að senda mér eintak af nýjasta Final Fantasy leiknum gegn örlítillri veraldlegri greiðslu. Voru þetta mikil fagnaðar tíðindi og eyddi svo undirritaður 12 tímum samfelt í félagskap þessa leiks (frá 15:00 til 03:00). En þar sem ég er núna stopp í honum hef ég loksins skilið að það er aðeins leið móðir nátúru til að segja mér að standa aðeins upp frá skjánum og fá mér smá næringu í æð og deila yfirþyrmandi minningum mínum frá seinustu 2 vikum.
Hef ég nú ætlað mér að aflífa þennan leirburð eins og hann leggur sig og koma mér að málinu. Þessi grein mun vera gagnrýni af Final Fantasy X – 2 og gæti kannski innihaldið einhverja mini spoilera, en ég mun reyna passa mig eins og ég get á þeim.



Final Fantasy X – 2

Saga:
Leikurinn gerist 2 árum eftir Final Fantasy X og það virðist sem aðalpersónan (Yuna) hafi misst nærri allt minni frá atburðum fyrri leiks, sem verður ekki útskýrt á þessum 35 klst. sem ég hef spilað X – 2, en mig grunar að það verði útskýrt með “Sins toxin has messed with your head and bla bla bla”, en það hefur enn ekki komið fram. En hún man lauslega eftir drengnum frá Final Fantasy X er bar nafnið Tidus.
Plottið bakvið leikin er að Yuna finnur Sphere (sem er bara eins og svona heima) myndavél þar sem einhver óþekkt vera er að filma Tidus í búri í einhverjum kjallara þar sem Tidus er að öskra á upptökumannin að XXXXXXXX (spoiler). Þetta veldur að venju miklu sjokki þar sem SPOILER (FF. X) Tidus á að hafa farið á “The Farplane” í enda Final Fantasy X og er þá semsagt tæknilega séð dáin.
Leggur þá Yuna í för með félaga sínum Riku og nýfundnri vinkonu Pain, sem ekki er vitað mikið um, en það skýrist á mjög áhugaverðan hátt, hver hún er seinna í leiknum.

Það sést augljóslega að Square – Eenix er að reyna allt sem þeir geta að reyna að lokka stelpurnar að seríuni og virðist það bara vera að ganga nokkuð vel, þar sem þessi leikur er að seljast eins regnhlífar á rigningardögum.
Á yfirborðinu er X – 2 mjög poppaður og gelgju-girl-power legur (mikið um charlies Angels pose og allskonar Dans miniquest) em þegar er kafað dýpra er hann ekki síðri en t.d. Final Fantasy 7 þegar kemur að myrkum og dramatískum myndböndum eins og *SPOILER* það koma myndbönd þar sem aðalpersónur eru króaðar af og skotnar í fokking tættlur. *END OF SPOILER* En þrátt fyrir þetta er búið að taka þessa alvarlegu Yunu persónu sem mér líkaði svo vel við í FF X og breyta henni í syngjandi, dansandi byssuglaða gelgju sem segir orð eins og “Oh, poopie!” en þrátt fyrir það þá er alveg úrvals söguþráður í leiknum og persónusköpunin afar vönduð og mun meira lagt uppúr aukapersónum heldur en í X og gaman er að sjá hvernig gamlir vinir hafa breyst í gegnum seinustu 2 árin.
9/10


Grafík:
Hef að vísu voða lítið að segja um grafíkina í leiknum. Það er alveg klárt að hún hefur verið uppfæðr frá FF X en það er aðalega bara aðalpersónurnar sem hafa verið pússaðar aðeins og meira er um sviðbrigði og nátúrulegri hreyfingar svo er búið að stilla upplausnina aðeins upp á öllu umhverfi og er þetta grafíklega séð flottasti leikur sem ég hef spilað á PS2 með Metal Gear 2 og Final Fantasy X í eftirdragi
10/10


Spilun:
Í FF X-2 er meðal annars hægt að hoppa á ákveðnum stöðum sem gerir mikin mun frá því að vera endalaust að hlaupa bara út um allt. Annars er ekki mikið annað nýtt að gerast frá FF X nema að það eru óguðlega mikið af minigame´um sem eru svo rosalega margir og fjölbreyttir að það á eftir að taka HUNDRUÐIR klst. að klára þá alla og margir hverjir af þeim eru svo frumlegir og skemmtilegir að maður getur hangið í þeim í marga klst.
FF X – 2 er eins og 10 leikir fastir í einum, því það er skuggalega mikið lagt uppúr mörgum minigame´unum og væri eflaust hægt að selja marga hverja af þeim sem sér leiki ef bætt væri aðiens upp á þá.
9/10


Battle System:
Mér langar helst ekki að fjalla um þetta því þegar ég byrja þá get ég ekki hætt. Hvað get ég sagt þetta Battle System er fullkomnun. Það LANG besta sem ég hef prófað í Final Fantasy leik. Það er SVO gaman að berjast í þessum leik að það er hætt að vera fyndið. Ég nýt þess í alvörunni að traina bara í margar klst. við sömu 4 óvinina, því að bardagarnir eru alltaf svo misjafnir og hraðir og skemmtilegir þar sem allr eru að gera áras á alla og það allra besta er að þegar t.d. úlfur er að gera áras á t.d. Rikku þá hleypur hann að henni og stekkur og þá getur Yuna skotið hann í tussur í miðju lofti áður en hann nær að Rikku.
Það eru að vísu aðeins 3 karakterar í FF X, en þessar 3. telpur geta verið allt frá Dark Knight yfir í…. blóm, eða vélmenni. Þetta þýðir líka að maður þarf ekki að velja 3 uppáhalds persónur til að traina og láta allar hinar eiga sig ,eins og eflaust margir upplifðu í FF X og fyrri leikjum.
Hérna er Job System eins og menn kannast við úr Final Fantasy V, þar sem allar persónur geta orðið allt, sem er MJÖG þægilegt og gera þær þetta með að skipta um föt sem maður nælir í, í gegnum leikin.
10+/10


Hljóð:
Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég hef oft verið skammt frá því að standa upp og slá í skjáin til að laga þessi leiðindarhljóð sem eru þar inni og vona að þetta ódýra gelgjupopp sé aðeins eins löng rispa á disknum mínum og það lagist allt í einu yfir eina af Nobuo Uematsu´s yndisfögru píanó mellódíum, en það hefur ekki gerst en. Útaf því að Nobuo var bara að slaka á, á einhverri hitabeltis strönd á meðan Square réð einhverja rakaða simpansa með sílikon brjóst til að hamra á lyklaborð og þar með skapa 2 tyggjóklessu popp lög sem spilast í gegnum allan leikin, sem gætu gert þjófavörn brjálaða af eintómri einhæfni. Þetta er sérstaklega mikið áfall fyrir mig, þar sem ég er stór aðdáandi Nobuo Uematsu óg býst við sérstaklega miklu af tónlistini í FF seríuni. Þetta voru FEIT vonbrigði!
2,5/10


Ergo:
Þetta er snilldar leikur með greinilegum áherslum til að ná í ákveðin markað sem hefur hingað til ekki sótt það mikið í leikina (svo ég best viti) og brillar hann á mörgum sviðum eins og í Battle Systemi og spilun og sagan byrjar á sögu sem er ekki fjarri því að vera það þunn að hún myndi henta í Jennifer Lopes mynd en hún þróast svo hægt og rólega yfir á Final Fantasy standard og heltelkur mann á endanum. Og svo, engin Nobuo, semsagt hræðileg tónlist.
En þrátt fyrir það er þetta leikur sem ég mæli innilega með og er hann nr. 2 á lista mínum yfir bestu FF leiki sem ég hef spilað. Þetta er afar vel heppnaður leikur sem gefur þeim fyrri ekkert eftir. Square heldur sínum titli sem bestu Software framleiðendur sem ég hef komist í kynni við.


Meðal einkun 9/10



Crestfallen