Sælir FF unnendur, Ég ætla hérna að reina að lífga uppá staðinn aðeins og byðja ykkur öll um að senda hér inn (sem svar við greinini) ykkar augnablik í FF leikjunum. Hvort sem það er eitt moment eða 10.

Og já… verið viðbúinn miklum spoilerum úr þessari leikjaseríu.




Mitt sérstaka móment úr FF átti sér stað í FF7 þegar Aeris heitin lét lífið, Ég man eftir því ég og einn (FF freaky) félagi minn vorum að hanga í FF7 og komnir á þennan stað og þegar þetta gerðist… bara tónlistin.. umhverfið… sephirot… allt saman bara brjálæði og við féllum mörgum tárum á því “momenti” og það sem eftir var leiksins spurði ég sjálfan mig aftur og aftur “Hvenar kemur hún…. aftur… NEIIIII!!!!” og ég hreinlega sætti mig bara ekki við þetta… too hard to take…

Svo líka þegar Cloud dettur úr sambandi og fer með tifa oní jörðina… í eitthvað “Lifestream” minnir migþá fanst mér bara einsog ég væri að missa bróður minn… hugsaði með mér.. “Þetta verður alltí lagi cloud við komumst í gegnum þetta…. im there 4 you boy…” alveg virkilega sad.

Svo fanst mér sorglegt þegar sephiroth kemst að því hvernig hann varð til (og cloud) og í raun þá vorkenndi ég sephiroth því í mínum augum var hann nokkurslags fórnalamb í byrjun..
og bara að fylgja honum í gegnum leikinn þá saknaði maður hans í endann… ég vildi ekkert drepa hann. Því það er stórt tákn um endalok leiksins sem ég sætti mig ekki heldur við….

Svo kemur hérna úr FFVIII, Squall er frekar lokaður gaur svo maður komst ekki mjög mikið inní hann en mér fanst parturinn þarna útí geimnum með hann og rinoa alveg sérstakur og endirinn er bara einsog bíómynd.

FF9 verð ég að segja að séi í endann eftir allt þetta með Kuja og ég hélt þá að Zidane hafi dáið… en svo kemur þetta skemmtilega leikrit og hann stekkur upp og byrtist fyrir framan “Dagger” svem var alveg ógleimanlegur endir.

Ekki mikið meira en þetta og ástæðan að ég nefni ekkert úr fyrrum leikjum er sú að ég lifi mig ekki jafnmikið inní þá vegna þess að það eru engin myndbönd í þeim. i know silly….

En endilega póstið ykkar stundum hérna og deilið því með okkur hvernig þið lifðuð ykkur inní þessa stórkostlegu leikjaseríu.
Beer, I Love You.