Ekki fleiri myndir frá Square í bráð :( Square Soft, framleiðandi Final Fantasy-leikjanna, ákvað fyrir nokkru að hætta allri framleiðslu á CG (Computer Generated/Tölvugerðum) myndum þangað til þeir væru búnir að vinna sér inn það tap sem varð á meðan á gerð Final Fantasy myndarinnar stóð.

Square ætlaði upprunalega að gera þrjár aðrar CG myndir í samstarfi við Columbia Pictures, en þeir hættu við vegna fyrrnefndra ástæðna.

Final Fantasy: The Spirits Within á hins vegar að koma í bíó í sumar en þangað til verðum við að sætta okkur við það að horfa á teasera og trailera. Meðal þeirra sem tala inn á myndina eru Ming-Na (Mulan), Steve Buscemi (Fargo) og Wing Rhames (Mission: Impossible).

The almighty Helm
“The ultimate Final Fantasy source :Þ”