Materia - HÚRRA!! GREIN!! Jæja, vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að skrifa grein
hér á huga :]

Grein mín er að þessu sinni um Materia.

Nýlega fékk ég í hendur Final Fantasy VII sem er alveg jafn
mikil snilld og allir segja. Aðallega er það bardagakerfið sem
heillar mig, en það byggist á Materia.

Materia er á vopnum. Með nýjum og nýjum vopnum geturðu
notað meira Materia og orðið sterkari. Að vísu eru sum vopn
með mikið Attack og Attack% (hit rate) en nánast ekkert
Materia. Það er m.a.s. ein tegund af vopnum með engu
Materia!!

Það er ákveðið mikið Growth á Materia hjá ýmsum vopnum.
Hjá flestum er það bara normal, ef maður fær 50 AP í bardaga
fær maður 50 AP á Materiað. Sum vopn eru hins vegar með
double, þá myndi maður fá 100 AP og sum af þeim sjaldgæfu
eru með Triple, 150 AP!! Þannig að ef maður fengi 500 AP í
bardaga fengi maður 1500 AP !!!

Þið skiljið víst ekkert í þessum AP málum. Málið er að Materia
vex með sjálfu sér. Það er t.d. 264 AP í næsta Level í Fire
Materia. Svo ferðu í nokkra bardaga og færð samtals 270 AP.
Þá fer Materiað upp um Level. Þá lærir maður oftast ný trikk,
og í þessi tilfelli lærir maður Fire2. Einnig er til Fire3 en þegar
maður nær því þá er eitt Level eftir enn, og þegar þú nærð því
þá er Materiað orðið MASTER. Þá “fæðist” nýtt nákvæmlega
eins Matera með 0 AP, og maður getur byrjað upp á nýtt að
gera annað Materia. Einnig er hægt að selja MASTER Materia
dýrum dómum, t.d. er hægt að selja Lightning Materia
MASTER á 40.000 Gil

Summonin eru líka Materia. Summon á Level 1 er aðeins
hægt að nota einu sinni í bardaga en ef það hækkar upp,í
Level 2 verður það ögn sterkara og það er hægt að nota það
tvisvar. Í Level 3 þrisvar, Level 4 fjórum sinnum, et cetera, et
cetera!

Svo er til Support Materia. Þar má nefna All sem lætur mann
geta notað galdur á alla óvini (eða vini) . Þá þarf All að tengjast
Fire með línu. Erfitt að útskýra en auðvelt að fatta það
verklega. Svo er Elemental, sem getur gert þig Immune fyrir
Fire eða Ice eða svoleiðis.

Svo er til ýmislegt fleira, Barrier magic, en það er svona
Protect dót. Svo Poison o.fl.

En Materia kostar MP. Þið þekkið það víst auðveldlega :D
nema þið séuð þroskaheft :/

Svo er til orðrómur um að það sé til MASTER Materia sem geri
öll Materia í einu stykki…… en ég veit ekkert meira en
orðróminn.

The rest remains a mystery.

Jóla-LPFAN