Jæja, langt síðan að maður hefur sent inn grein hingað. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að senda inn grein hingað um Advent Children og ég var handviss um að einhver væri búinn að því en svo sá ég að RoyalFool var bara búinn að senda inn smá kork. Ég vil bara segja það að ég nenni ekki einhverju rugli þannig að ekki vera með bull + skítakast.

Final Fantasy VII: Advent Children er bíómynd sem kemur út á DVD og er ætlast til að hún komi í Japan næsta sumar. Ekki er mikið vitað um myndina en ætla ég að reyna að segja eitthvað smá frá henni. Myndin mun ekki vera sýnd í bíói út af nokkrum ástæðum.
Td. má nefna:

1) Hún verður bara 60 mínútna löng
2) Hún verður sýnd á OVA sem er víst media format sem er of gott fyrir bíó
3) Square Pictures fór á hausinn eftir FF: The Spirits Within og
Square mundi þá þurfa að gera nýtt fyritæki sem að þeir eru ekki mjög líklegir til að gera.

Ekki er almennilega vitað hvaða karakterar verða í myndinn en það sem er 100% víst er að Cloud verður, Sephiroth verður (Hvort að það verði einhver flashbacks eða hann sé kominn alveg aftur er óvitað) og svo einhver ‘Mysterios Wheelchair Guy’. Ekki er alveg vitað hvort að gömlu aðalkarakterarnir verði, Tifa, Barret, Aeris (flashbacks måske?) og co. en það gæti vel verið.

Myndin gerist tveimur árum eftir að leikurinn endaði. Hún gerist eftir að mikill sjúkdómur sem kallast ‘Star Scar Syndrome’ hefur næstum útrýmt mannkyninu. Cloud er einn í einmanna óbyggðum..

Jæja, læt þetta gott heita í bili, ekki mjög góð grein en þetta er það besta sem ég get hingað til ;Þ
Twacke
“You Don't love a person because she is beautiful! She is beautiful because you love her”