FF á móts við aðra leiki Ég er FF aðdáandi(hljómar betur en nördi) og þetta er alltaf fyrsta áhugamálið sem ég kíki á inná Huga.
Ef ég vissi hvað það væri langt þangað til að FFX-2 kæmi út á okkar markað myndi ég telja niður.

En hefur einhver annar en ég tekið eftir að það er alltaf sama fólkið hér inni.
Þetta er ekki sagt á vondan hátt, heldur góðan.
Ég þori nefnilega að veðja að FF er eini tölvuleikurinn sem heldur aðdáendum sínum svona lengi, þrátt fyrir litla hreyfingu.

Ég meina, það kemur nýtt sims-kjaftæði út á nokkurra mánuða fresti, en hvenær kom síðasti FF leikur út? Einmitt það sem ég var að segja.
Svona lélegir leikir þurfa breytingu, en það er bara hægt að grípa í einn Final Fantasy og uppgötva eitthvað nýtt í honum, þrátt fyrir að þetta sé í ummtugasta skipti sem hann er spilaður. Sims-aðdáendur endast í að meðaltali 3 vikur með hverri nýrri viðbót.
Þetta er ekki eitthvað sims-niðurrakk, bara tekið svona klassískt dæmi um peningaplokk, sem FinalFantasy er langt frá því að vera.
Ég ætla að kaupa mér GBA bara til að geta spilað FFT (er ekki líka að koma BOF út fyrir GBA?)

Alveg komin út af efninu, sem átti að vera um hvað FF væri yndislegur á móts við aðra leiki, fór það fram hjá einhverjum?


Ég veit að þetta er frekar léleg grein, átti fyrst að vera korkur, (kannski verður þetta svo korkur og þá mér líður eins og meiri kjána), en missti mig aðeins og ákvað aðeins að stigahórast:/(fáið þið líka svona geðveikt kikk út úr því að sjá stigin hækka? Kannski kemst ég uppfyrir 400(mikið stigahór í gangi, ofurhugar hér með meiri stig hér en ég í allt))
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche